Ýmislegt

Þvoðu fatnað og rúmföt fyrir notkun!

Nýr fatnaður og rúmföt geta innihaldið leifar af ýmsum óæskilegum efnum sem geta verið skaðleg heilsunni og  umhverfinu. En með eftirfarandi ráðum má minnka áhættuna á því.

Varasöm og óæskileg efni geta verið notuð í textílframleiðslu af ýmsum ástæðum, t.d:
Til að lita efnin eða bleikja þau, mýkja eða gera straufrí.
Fatnaður getur líka innihaldið efni sem eru eldtefjandi, berjast gegn myglu og minnka svitalykt, í nýjum fatanaði má einnig stundum finna leifar af skordýraeitri.

Þessi óæskilegu efni fylgja fatnaði og sængurfötum þegar þau eru keypt og geta valdið ofnæmisviðbrögðum svo sem útbrotum og kláða. Nokkur þessara efna eru grunuð um að geta raskað hormónajafnvægi og jafnvel verið krabbameinsvaldandi.

Leifar þessara óæskilegu efna er hinsvegar hægt að þvo í burtu og eftir 1-2 þvotta er megnið af þeim horfið. En með því minnkar þú þau áhrif sem efnin hafa á húðina.
Það er því er MJÖG mikilvægt að þvo allan nýjan fatnað og sængurföt fyrir notkun.

Þó er ekki hægt að þvo öll óæskileg efni úr nýjum fötum. Þalöt er ekki hægt að þvo í burtu, en það er efni sem notað er til að mýkja PVC plast sem má finna t.d. í regnfatnaði og ýmsum myndum á fatnaði t.d. á bolum. Þalöt geta valdið hormónatruflunum.

Íþróttafatnaður og sokkar geta innihaldið bakteríudrepandi efni á borð við nanósilfur og tríklósan til að draga úr svitalykt. Tríklósan er óæskilegt fyrir umhverfið og leikur grunur á að það geti raskað hormónajafnvægi. Það er því verið æskilegt að sleppa því að kaupa fatnað sem merktur er “lyktarlaus” og “bakteríudrepandi”

Þeir sem vilja forðast þessi óæskilegu efni í fatnað og rúmfötum ættu að velja vörur sem bera umhverfismerki á borð við:
Svaninn
Blómið
Umhverfismerki EBS
GOTS merkið
Oeko-Tex
Allur fatnaður sem ber þessi merki er framleiddur án notkunar óæskilegra og varasamra efna.

Rétt er að taka það fram að fatnaðurinn einn og sér er í sjálfu sér ekki hættilegur og flest þau föt sem rannsökuð hafa verið innihalda varasöm efni innan hættumarka. En það er þó mikilvægt að þvo föt fyrir notkun og velja vel við kaup. Því þó hver flík innihaldi engöngu lítið magn óæskilegra efna þá komumst við á hverjum degi í snertingu við óteljandi varasöm og skaðleg efni sem hvert fyrir sig er undir hættumörkum,  en í dag er ekki vitað hversu mikil samanlögð áhrif , kallað “kokteiláhrif” þessi efni geta haft á heilsuna.

Heimildir:
https://kemi.taenk.dk/bliv-groennere/toej-vask-kemikalierne-ud-inden-brug
https://samvirke.dk/artikler/vask-kemiresterne-ud-af-dit-nye-toj-for-du-tager-det-pa
http://mst.dk/kemi/kemikalier/saerligt-for-borgere-om-kemikalier/kampagne-gravid-kend-kemien/i-klaedeskabet/