Afmælisveislan,  Fyrir alla fjölskylduna

Súkkulaði og berja pizza

Þegar þetta þrennt uppáhalds, súkkulaði, ber og pizza mætist í einu þá er veisla! Fáránlega fljótlegt, einfalt og gómsætt.

Það eina sem þarf í þetta er:
Kanilsnúðadeig í rúllu (má auðvitað nota heimatilbúið)
Súkkulaðismjör, ég mæli með Choco Hazel frá GoodGood
Ber að eigin vali

Kanilsnúðadeginu rúllað út, skellt á bökunarplötu og inn í 185°c heitan ofn í 5-7 mínútur eða þar til það er farið að taka á sig pínu gylltan lit. Á meðan eru berin þvegin og skorin niður. Súkkulaðismjörinu dreift yfir þegar degið kemur út úr ofninum, á meðan það er enn heitt. Berjunum stráð yfir og borið fram. Njótið!

Tilvalið sem fljótlegur eftirréttur, í saumaklúbbinn, barnaafmælið eða bara jafnvel í drekkutíma á sunnudegi.

Færslan er unnin í samstarfi við GoodGood en það en það hefur þó engin áhrif á álit mitt vörunum.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá máttu endilega deila því með mér, með því að taka mynd og deila á Instagram með #infantiais eða merkja myndina með @infantia.is