Spínat vöfflur
Ljúffengar vöfflur með spínati sem henta vel sem millimál eða fingramatur.
2 vel þroskaðir bananar
40 g ferskt spínat
2 egg
1 tsk hreint vanilluduft
1/2 dl mjólk (kúamjólk, möndlumjólk eða hvað mjólk sem er)
1 1/2 dl fínt rúgmjöl
Skolið spínatið vel og þerrið, setjið í skál ásamt bönunum og blandið með töfrasprota. Öllum hinum hráefnunum bætt út í og hrært vel.
Setjið örlitla kókosolíu á vöfflujárnið (ég nota alltaf fyrir belgískar vöfflur) og magnið af deiginu sem sett er í fer eftir því hversu stórar þær eiga að vera. Ég set bara smá slettu á miðjuna á járninu og það nær alls ekki út í kantana. Mér finnst hentugt að hafa þær svona litlar fyrir smáar hendur.
Vöfflurnar braðgast dásamlega vel bæði volgar og kaldar, einar og sér eða með sykurlausri sultu, ávöxtum eða rjóma.
Tilvalið að frysta og þá er alltaf hægt að grípa í, láta þiðna í smá stund og smella svo í brauðristina í örlitla stund til að velgja.

