1 árs +,  6+ mánaða,  9+ mánaða,  Afmælisveislan,  Fyrir alla fjölskylduna,  Nestisboxið

Skinkuhorn

Þessi uppskrift hefur fylgt mér síðan ég byrjaði að búa í Danmörku fyrir að verða 20 árum og ég hef bakað hana ótal sinnum. Þessi horn eru alltaf jafn ljúffeng og slá í gegn hvar sem þau eru borin fram. Það má leika sér með fyllinguna að vild, en þetta er sú útgáfa sem er allra vinsælust á mínu heimili.

 

Skinkuhorn

Uppskriftin gefur 40 horn og því tilvalið að setja strax í frystinn og eiga þar til að grípa í, hvort sem það er með kaffinu eða til að nesta börnin
Undirbúningur 1 hour 15 minutes
Eldunartími 10 minutes

Hráefni

Deig

 • 900 g hveiti
 • 60 g sykur
 • 1/2 tsk salt
 • 3 tsk þurrger
 • 100 g smjör
 • 1/2 ltr mjólk

Fylling

 • 2 öskjur skinkumyrja
 • 1 pakki skinka
 • pepperóní, magn eftir smekk
 • rifinn ostur, magn eftir smekk

Ofan á

 • 1 egg
 • örlítil mjólk
 • rifinn ostur eða sesam fræ

Aðferð

Deigið

 • Setjið smjörið út í mjólkina og hitið þar til mjólkin er 37°c heit
 • Blandið þurrefnum saman
 • Blandið mjólkinni og smjörinu út í þurrefnin og hnoðið þar til deigið er slétt og samfellt
 • Látið deigið hefast á hlýjum stað undir rökum klút í 60 mín
 • Skerið skinku og pepperóní smátt og blandið saman við skinkumyrjuna
 • Þegar deigið hefur hefast er því skipt í 5 hluta, hver hluti er flattur út í hring og skorinn í 8 sneiðar eins og pizza
 • Fylling sett á breiðari endann, rifinn ostur settur yfir og rúllað upp í horn
 • Raðið hornunum á plötu og penslið með samanslegnu eggi og mjólk
 • Setjið rifinn ost yfir eða fræ að eigin vali, t.d. sesamfræ
 • Bakið við 200°c á blæstri í uþb. 10 mínútur eða þar til hornin er fallega brún

Njótið vel!

Ef þú prófar þessa uppskrift þá máttu endilega deila því með mér, með því að taka mynd og deila á Instagram með #infantiais, merkja myndina með @infantia.is eða einfaldlega senda mér skilaboð❤️