Skilmálar

1. Höfundarréttur
1.1. Allur höfundarréttur að ljósmyndum er í eigu Írisar Pétursdóttar ljósmyndara (hér eftir “ljósmyndari”)
1.2. Um höfundarrétt ljósmyndara gilda höfundarréttarlög nr. 73/1972.
1.3.  Afhending ljósmynda til viðskiptavinar felur lögum samkvæmt ekki í sér framsal á höfundarrétti ljósmyndara né veitir hún heimild til breytinga á ljósmyndum.

2. Meðferð viðskiptavinar á ljósmyndum
2.1. Óheimilt er að nota ljósmyndirnar til auglýsinga eða annarrar birtingar nema samið sé sérstaklega um slíkt.
2.2. Óheimilt er að fjarlægja myndmerki (logo) ljósmyndara af ljósmyndunum áður en þær eru birtar á samfélagsmiðlum.
2.3. Óheimilt er að breyta ljósmyndum á nokkurn hátt hvor sem um ræðir með “filterum” eða öðru slíku.

3. Meðferð ljósmyndara á ljósmyndum
3.1. Ljósmyndari áskilur sér rétt til þess að birta myndir úr myndatökum á vefsíðu sinni og samfélagsmiðlum á sínum vegum, sem og í auglýsingaskyni á öðrum vettvangi nema um annað sér sérstaklega samið.
3.2. Ljósmyndari velur ásamt viðskiptavini þær myndir sem verða unnar og afhentar viðskiptavini.
3.3. Viðskiptavinur getur ekki undir neinum kringumstæðum fengið allar myndir myndatökunnar afhentar, hvorki í vef- né prentupplausn.

4. Varðveisla ljósmynda
4.1. Ljósmyndari varðveitir unnar ljósmyndir úr myndatöku í þrjú ár frá tökudegi. Að þeim tíma loknum er varðveisla ljósmynda alfarið á ábyrgð viðskiptavinar.

5. Staðsetning myndatöku
5.1. Almennt er gert ráð fyrir að myndatökur fari fram utandyra nema um annað sé samið, nema þegar um ungbarnamyndatökur er að ræða.
5.2. Ungbarnamyndatökur fara fram á heimili viðskiptavinar.

6. Greiðsla og afhending
6.1. Myndataka telst ekki bókuð nema staðfestingargjald hafi verið greitt. Staðfestingargjald gengur upp í kostnað myndatöku en er óafturkræft afbóki viðskiptavinur myndatöku.
6.2. Um greiðslu fyrir myndatöku vísast til verðskrár ljósmyndara sem finna má á heimasíðunni: http://www.infantia.is/verdskra
6.3. Greiðsla fyrir myndatöku skal fara fram að fullu strax að myndatöku lokinni.
6.4. Ljósmyndir úr myndatöku fást ekki afhentar nema myndataka (og aukamyndir ef á við) hafi verið greidd að fullu.
6.5. Ljósmyndari áskilur sér 2-4 vikna tíma til myndvinnslu og afhendingar.
6.6. Ljósmyndir afhendast bæði í prent- og vefupplausn og getur viðskiptavinur því prentað myndir sínar að vild. Ljósmyndir í vefupplausn afhendast með myndmerki (logo) til birtingar á samfélagsmiðlum.
6.7. Verðskrá, sbr. gr. 6.2. getur tekið breytingum hvenær sem er. Eftir að myndataka hefur verið bókuð gildir sú verðskrá sem var í gildi þegar staðfestingargjald var greitt.

7. Annað
7.1. Við bókun myndatöku samþykkir viðskiptavinur ljósmyndun, myndvinnslu, varðveislu, birtingu og aðra vinnslu ljósmyndara í samræmi við skilmála þessa, sbr. lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.
7.2. Hafi engar athugasemdir við skilmála þessa borist með tölvupósti á netfangið: iris@infantia.is fyrir tiltekna myndatöku, telst viðskiptavinur samþykkur þeim.

Brot á höfundarrétti ljósmyndara og skilmálum þessum varða við höfundarrétttarlög og áskilur ljósmyndari sér allan rétt vegna slíkra brota.