4+ mánaða,  6+ mánaða

Sætar kartöflur

 

Sætar kartöflur eru frábærar sem fyrsta fæða barnsins, þær eru næringarmiklar og sæta bragðið sem einkennir þær gerir það auðvelt að kynna þær fyrir barninu þó það sé jafnvel eingöngu 4-5 mánaða gamalt.

Það vefst fyrir sumum hvar og hvernig á að byrja svo hér fylgir er ótrúlega einföld uppskrift sem gott er að byrja á.

Mér finnst auðveldast að gufusjóða þær en það er líka hægt að baka þær heilar í ofni þar til gaffall rennur í gegn þegar stungið er í (uþb. 1-1,5 klst.) og skafa svo innan úr hýðinu og mauka.

2 litlar sætar kartöflur eða 1 stór

Sætu kartöflurnar þvegnar, afhýddar og skornar í teninga, settar í gufusuðusigti og soðnar í 15-20 mínútur eða þar til þær eru mjúkar. Maukað með töfrasprota eða í matvinnsluvél og soðvatninu bætt útí eftir þörfum þar til þeirri áferð sem óskað er eftir  er náð.

Geymist í 3-4 daga í vel lokuðu íláti í ísskáp og 3 mánuði í frysti.