1 árs +,  Afmælisveislan,  Fyrir alla fjölskylduna

Rice Krispies kökur

Rice Krispies kökur eru klassík í barnaafmælum, amk í minni fjölskyldu, og reyndar ekkert bara í afmælum, við gerum þær líka stundum bara til að eiga um helgar. Það er svo auðvelt og fljótlegt að skella í þær og krökkunum finnst gaman að hjálpa til. Ég hef notað sömu uppskriftina árum saman og ýmist notað Rice Krispies eða Cheerios og finnst bæði mjög gott. Um daginn ákvað ég að gera tilraun og sleppa hefðbundnu sírópi og nota í staðinn Sweet Like Syrup frá GoodGood en það er sykurlaust, þó það finnist alls ekki á bragðinu. Kökurnar heppnuðust ótrúlega vel og framvegis mun ég gera þær svona. Þeir sem vilja minnka sykurinn enn meira geta notað sykurlaust súkkulaði í uppskriftina.

Uþb. 35 mini kökur

100g dökkt súkkulaði (ég nota alltaf Sirius Konsum)
20g smjör
4msk Sweet Like Syrup
3 bollar Rice Krispies
Gott sjávarsalt t.d. Maldon (má sleppa)

Setjið súkkulaðið, sírópið og smjörið í  pott og bræðið saman við vægan hita, takið af hitanum og bætið Rice Krispies útí og blandið öllu vel saman. Setjið í lítil form, mér finnst voða gott að strá örlitlu sjávarsalti yfir, það spilar svo vel saman með sætunni. Sett í kæli eða frysti.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá máttu endilega deila því með mér, með því að taka mynd og deila á Instagram með #infantiais eða merkja myndina með @infantia.is