Náttúrulegur tannbursti – Koala

kr.719

Umhverfisvænn tannbursti úr óerfðabreyttri sterkju, mjúk rúnnuð hár úr endurvinnanlegu næloni.

Ekkert plast í umbúðum!

Á lager

Lýsing

Náttúrulegur tannbursti – Koala

Tannburstarnir frá Jack n´Jill eru fallegir og góðir, þeir fara vel í hönd og hárin eru einstaklega mjúk. Tannburstarnir skilja eftir sig mun minna plastfótspor en hefðbundnir tannburstar. Handfangið er framleitt úr óerfðabreyttum maís og hárin eru úr BPA fríu næloni.

Hárin eru einstaklega mjúk og henta því fullkomlega til að hreinsa tennurnar og vernda góminn um leið.

Umbúðirnar innihalda ekkert plast (glæra framhliðin er framleidd úr óerfðabreyttum maís) og bæði tannburstarnir og umbúðirnar brotna niður í náttúrunni (biodegradeable).

Notkun

Notið lágmarksþrýsting og burstið með hringlaga hreyfingum. Notið gjarnan með The Natural Family Co. tannkreminu.
Skiptið tannburstanum út fyrir nýjan á 6-8 vikna fresti
Skolið vel fyrir og eftir notkun
*Sótthreinsið reglulega

Innihaldsefni

Óerfðabreyttur maís og  nælon hár án BPA

Umbúðir

Pappi og óerfðabreyttur maís – Ekkert plast!

Upprunaland

Áströlsk hönnun

Flokkun

Almennt sorp. Hægt er að brjóta skaftið af og henda hausnum í almennt sorp en flokka skaftið með moltu.
Umbúðir flokkast sem almennt sorp.
Það tekur u.þ.b. 1 ár fyrir tannburstann að brotna niður í moltu heima við en u.þ.b. 90 daga í moltu framleiðslu.

Athugið: NFco tannburstarnir eru framleiddir úr óerfðabreyttum maís (100% corn starch non GMO), náttúrulegu efni sem er sterkt og hentar vel til persónulegrar notkunar, efnið hefur þó ekki sama styrk og hefðbundnir plast tannburstar. Burstið tennurnar ekki með of miklum þrýstingi, gott er að hafa í huga að tannlæknar mæla með lágmarks þrýstingi við burstun til að vernda tannholdið.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Náttúrulegur tannbursti – Koala”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.