Plastlaus september
Plastlaus september er árvekni átak til þess að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu og benda á leiðir til að draga úr notkun plasts, þó sérstaklega einnota plasts.
Það er svo sannarlega ástæða til þess að við tökum okkur öll saman og minnkum notkun á einnot plasti því plast endist í þúsundir ára og brotnar niður á mjög löngum tíma, verður þá að örplasti sem er síst betra fyrir umhverfið okkar. Plast er eingöngu hægt að endurvinna í annað plast af lélegri gæðum og það sem ekki skilar sér til endurvinnslu safnast fyrir á urðunarstöðum eða í náttúrunni og veldur skaða um ókomna tíð. Plast endar því miður alltof oft í ám, vötnum og í hafinu en þar dregur það til sín ýmis mengunarefni og getur endað í vef lífvera og þar með í fæðunni okkar. Talið er að árið 2050 verði meira magn af plasti í sjónum en fiski! Þessu þurfum við öll að bregðast við.
Mér finnst þetta frábært átak og hvet ykkur til að kíkja á heimaísðu átaksins, en þar má finna fjöldan allan af ábendingum um aðra kosti en plast og er þetta tilvalið t.d. fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í minnkun á plastnotkun. Bara með því að temja sér þessi nokkru einföldu atriði:
-
- Taka með sér fjölnotapoka í búðina
- Nota tannbursta úr öðrum efnivið en plasti
- Nota húsbúnað úr postulíni, gleri eða bambus
- Afþakka plaströr þegar þú færð þér drykk
- Mæta með þitt eigið kaffimál undir keypta kaffidrykki
- Forðast matvörur og aðrar vörur sem seldar eru í plastumbúðum
Þá hefur þegar tekið fyrstu skrefin í áttina að plastminni lífstíl og þá eru næstu skref auðveld.
Við fjölskyldan gerum okkar besta í að minnka plastnotkun eftir fremsta megni en auðvitað má alltaf gera betur. Ég ætla einmitt að nýta þetta átak í að taka mig og okkur á og minnka notkunina enn meira til frambúðar.
Til að fagna áttakinu og hvetja ykkur til að taka þátt verða valdar vörur í netversluninni á 25% afslætti út september. Allar eiga þessar vörur það sameiginlegt að vera plastlausar sem og umbúðirnar utan um þær líka. Það þarf engan kóða heldur er verðið með afslættinum á síðunni , vörurnar eru allar merktar “Plastlaus september” og þær er allar að finna fremst vefversluninni.
Vertu memm og minnkum plastið!

