1 árs +,  9+ mánaða,  Afmælisveislan,  Fyrir alla fjölskylduna,  Nestisboxið

Pizzustangir

Þessar eru ótrúlega bragðgóðar og einfaldar í framkvæmd, sérstaklega ef notað er tilbúið pizzudeig, auðvitað er gott að nota heimatilbúið deig í þær, en stundum þarf bara að flýta fyrir sér og fara einföldu leiðina. Það er hægt að leika sér með innihaldið að vild en hér er skotheld útgáfa sem börnin elska.

Pizzadeig (ég notaði tilbúið)
Pizzusósa
Rifinn ostur
Skinka (mæli með 98% frá Stjörnugrís) eða pepperoní, jafnvel bæði eins og ég gerði

Hitið ofninn í 230°c og fletjið degið út í ferning (ég var með pizzadeig í rúllu þannig að ég rúllaði því bara út. Pizzusósu dreift yfir degið nema á kantinn á löngu hliðunum á deginu, osti og skinku eða pepperoní, nú eða bæði. Löngu hliðarnar á deiginu brettar inn að miðju og önnur látin fara aðeins aðeins yfir hina, gott að pensla örlítið með vatni til þess að degið klístrist saman og lokist alveg.
Skerið deigið í 1,5 – 2 cm ræmur á stuttu hliðinni, snúið upp á deigið 5-6 sinnum um leið og togað er í það þannig að stangirnar lengist.
Leggið á plötu og bakið við 230°c á blæstri í 6-8 mínútur, eða þar til stangirnar eru gullnar.

Pizzustangirnar eru tilvaldar í nestisboxið ásamt ávöxtum og grænmeti, amk svona af og til, á afmælisborðið, í lautarferðina eða í partýið sem létt snakk. Það er hægt að hálfbaka þær og skella í frystinn. Grípa svo til þeirra og hita þegar það vantar að græja eitthvað í fljótheitum.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá máttu endilega deila því með mér, með því að taka mynd og deila á Instagram með #infantiais eða merkja myndina með @infantia.is