1 árs +,  9+ mánaða,  Afmælisveislan,  Fyrir alla fjölskylduna,  Nestisboxið

Pizzu vöfflur

Skemmtileg tilbreyting við hefðbunda pizzu sem á heima á afmælisborðinu, í nestisboxinu ásamt  ávöxtum og grænmeti, í lautarferðinni eða hvar sem er.

Einfaldar og bragðgóðar sem hægt er að grípa með sér, ljúffengar bæði heitar og kaldar. Það er hægt að leika sér með fyllinguna að vild t.d. gott að setja eldaðan kjúkling sem gerir þetta næringar- og matarmeira, grænmeti, ferskan mozzarellaost og ferska tómata eða hvað sem ykkur dettur í hug, en þessi útgáfa er einföld og eitthvað sem fellur í kramið hjá flestum.

Pizzudeig
Pizzusósa
Rifinn ostur
Skinka
Pepperóní

Ég notaði tilbúið deig í rúllu, flatti það aðeins þynnra út en það kemur og svo skar  ég út hæfilega stóra hringi sem passa í vöfflujárnið mitt, en ég nota belgískt vöfflujárn.  Sósa, ostur og álegg sett á annan hringinn, hinn hringurinn settur ofan á og kantarnir pressaðir vel saman svo lokist vel, það getur verið gott að pensla kantana á neðri hringnum með smá vatni til að hringirnir límist vel saman.

Sett í vöfflujárnið og bakað í 6-7 mínútur eða þar til vöfflurnar eru gullnar og fallegar á litinn.

Fínt að eiga í ísskápnum og skella í brauðristina eða hita í örbylgunni.

Afskurðinn meðfram hringjunum penslaði ég með olíu, kryddaði með hvítlaukssalti og pipar, sneri uppá svo úr uðu einhversskonar stangir, setti á pökunarplötu og stráði rifnum osti yfir, inní ofn í nokkrar mínútur og úr urðu þessar fínu hvítlauks brauðstangir. En það er auðvitað hægt að hafa vöfflurnar bara ferkantaðar, fljótlegra og enginn afskurður.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá máttu endilega deila því með mér, með því að taka mynd og deila á Instagram með #infantiais eða merkja myndina með @infantia.is