Ýmislegt

Páska ratleikur

Þennan póst skrifaði ég fyrir Foreldrahandbókina í fyrra en ákvað að birta hann hér núna ef hann gæti nýst einhverjum ykkar við páskaeggja ratleikinn.

Það hefur verið hefð á okkar heimli fyrir því að hafa ratleik fyrir börnin á páskadagsmorgun sem leiðir þau að eggjunum sínum.
Þetta höfum við gert alveg frá því elsta stelpan okkar var 2 ára. Framan af voru þetta einfaldar myndir sem við fundum netinu og földumá einföldum stöðum. Eftir því sem börnin eldast hefur vísbendingunum fjölgað og þeim komið fyrir á erfiðari stöðum.

Fyrir 2 árum síðan fannst okkur þetta orðið heldur auðvelt fyrir elstu 2 börnin og ákvað maðurinn minn því að breyta aðeins til. Hann skellti saman á augabragði vísbendingum sem eru í raun gátur og mikla gleði barnanna. Þau leystu þetta í sameiningu, brutu heilann og leituðu saman.

Þessar verða notaðar aftur í ár, bara síðustu vísbendingunni breytt og falið á mun erfiðari stöðum.

Elsta stelpan okkar tekur alltaf að sér að búa til ratleikinn fyrir systur sína sem er 8 árum yngri og dundar sér við að teikna og lita vísbendingarnarl

Langaði að deila þessu með ykkur hinum svo þið gætuð nýtt ykkur svona ef þið eigið eftir að græja eitthvað fyrir páskaegggja leitina í ár. Hér má finna gáturnar http://www.infantia.eu/Downloads/Paskaeggjaleit.pdf

Gleðilega páska

P.s. Ef þér líkaði þessi póstur þætti mér mjög vænt ef þú myndir deila honum, og ef þú prófar þetta endilega taktu mynd og deildu á instagram með #infantiais eða @infantia.is á myndina 🙂