Tríklósan

Tríklósan er efni sem hefur bakteríudrepandi áhrif og er leyfilegt að nota í mjög litlu magni í vörur á borð við tannkrem, svitalyktareyði (eingöngu stift) handsápu, sturtusápu, andlitspúður, munnskol  ofl. því það er ekki talið skaðlegt heilsunni sé það notað í vörum sem notaðar eru í svo litlu magni líkt og þessar.

Efnið hefur samt hefur mjög skaðleg áhrif á lífverur í vatni, notkun þess er talin geta valdið því að bakteríur verði ónæmar fyrir sýklalyfjum. Það getur leitt til þess að smávægilegar sýkingar sem í dag er hægt að vinna á með sýklalyfjum verði hættulegar þegar sýklalyfin virka ekki lengur á bakteríuna.

Tríklósan eru undir stöðugu eftirliti og rannsóknum og þrátt fyrir að það teljist ekki heilsuspillandi í litlu magni,  mælir danska umhverfisstofnunin með því að neytendur  forðist Tríklósan. þar sem það hefur í mörg  ár verið grunað um að geta raskað hormónajafnvægi og  valdið ónæmi fyrir sýklalyfjum hjá bakteríum. Mælt er með því að velja tannkrem og svitalyktareyði án efnisins, og forðast íþróttafatnað sem merktur er “bakteríudrepandi”, sérstaklega ófrískar konur.

Heimildir:
https://www.ust.is/prufa/graenn-lifsstill/varasom-efni/#Tab4
http://mst.dk/kemi/kemikalier/fokus-paa-saerlige-stoffer/triclosan/