Sykur

Líkaminn þarfnast ekki sykurs. Sykur inniheldur eingöngu hitaeingingar en engin vítamín eða steinefni. Matur sem inniheldur mikinn sykur er óæskilegur fyrir börn þar sem hann getur dregið úr matarlyst og eykur hættu á að fæðan verði einhæf og næringarsnauð. Neysla á of miklum sykri eykur líkur á offitu og hættu á að skemma tennur barnsins. Mikil neysla á sykruðum svaladrykkjum getur auk þess aukið líkur á sykursýki 2.

Sykur er ekki eingöngu að finna í sælgæti, kökum, ís og gosdrykkjum! Það er mikið af földum sykri í ýmsum matvörum, t.d. í jógúrt og skyri með ávaxtagragði, svaladrykkjum, tómatsósu, morgunkorni og ýmsu fleiru. Það er því ákaflega mikilvægt að lesa vel á umbúðir og kynna sér innihald.

Bíddu eins lengi og þú getur með að gefa barninu þínu sykur. Það veit ekki hverju það er að missa af og þegar börn hafa smakkað sykur þá er ekki aftur snúið.