
Sveskjur
Sveskjur eru ríkar af A-vítamíni og andoxunarefnum, eru fullar af trefjum og eru góðar fyrir meltinguna. Þær geta virkað mjög vel við hægðatregðu og er bæði hægt að gefa börnum sveskjumauk og sveskjudjús.
Það er auðvelt að búa til sveskjumauk og jafnvel blanda með öðrum ávöxtum til að fá tilbreytingu. Sveskjudjús er búinn til á sama hátt og mauk en þynnt með vatni eftir smekk. Það er einnig hægt að nota sveskjur í bakstur sem sætu.