
Rúsínur
Flestum börnum þykja rúsínur mjög góðar og geta borðað þær í miklu magni. Það ber þó að varast! Danska heilbrigðisráðuneytið varar við því að börn undir 3 ára aldri borði rúsínur daglega. Börn undir 3 ára ættu ekki að neyta meira en 50g af rúsínum á viku vegna sveppaeitursins ochratoksin A sem þær geta innihaldið og er talið er geta orsakað krabbamein.
Það skiptir ekki máli þó börn borði mikið af rúsínum einn daginn og engar þann næsta. Það er heildarmagnið á viku sem þarf að fylgjast með. Munið hámark 50g á viku!