Kanill

Kanill er bragðgott krydd sem notað hefur verið frá örófi alda. Hann er unnin úr berki trjá sem eru af ættinni Cinnamonum í Austurlöndum fjær og eyjum í Indlandshafi. Kanill hefur lengi verið talinn hafa margvísleg heilsubætandi áhrif á líkamannmá á marga vegu og er mjög vinsæll út á grauta og í bakstur sem og aðra matargerð.

Það virðast hins vegar fáir vita það að kanill getur verið heilsuspillandi sé hans neytt í miklu magni, sérstaklega fyrir börn. Ástæðan er náttúrulega efnið kúmarín sem sem finnst í kanil, en magnið er mjög misjafnt eftir uppruna kanilsins. Kúmarín hefur verið tengt við lifraskaða sé þess neytt í of miklu magni.

Sá kanill sem við þekkjum hvað helst og er lang algengastur er cassia kanill sem inniheldur  mikið magn af kúmaríni og hefur MAST bent neytendum á að nota hann í hófi. Samkvæmt matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) má  eingöngu neyta 0,1mg/kg líkamsþyngdar á dag.

Ceylon kanill hins vegar inniheldur mjög lítið af kúmaríni og því þarf ekki að óttast að gefa börnum hann né takmarka notkun hans sérstaklega.

Ceylon kanill er alltaf sérstaklega merktur sem slíkur og því vert að lesa vel á umbúðirnar.