
Glúten
Þar til nýlega var ráðlagt að bíða með að gefa börnum glúten þar til eftir 6 mánaða aldurinn, en rannsóknir benda ekki til þess að það minnki líkur á glútenóþoli og því hefur þessum ráðleggingum nú verið hætt. Nú er ráðlagt að gefa grauta sem innihalda glúten í bland við grauta sem ekki innihalda glúten þegar börn eru að byrja að borða eða frá 4 mánaða aldri.
Glúten finnst í kornvörunum hveiti, rúg, byggi, spelti og höfrum. Innihaldið í hveiti er þó mun hærra í en í hinum korntegundunum.
Maísmjöl, hrísmjöl, bókhveiti og hirsi inniheldur ekki glúten, og einnig er hægt að kaupa glútenlaust haframjöl.
Glúten er það efni sem gefur kornmeti loftkennda áferð og því eru glútenlausar vörur þyngri í sér og oft þurrari. Kornvörur samanstanda af kolvetnum og próteini. Í próteininu er að finna glútenín og glíadín er það glíadínið sem veldur glútenóþoli.
Fyrir þá sem vilja fræðast meira um glútenóþol og glútenfrían lífsstíl vil ég benda á vefinn Glútenfrítt Líf þar sem finna fjölmargar góðar glútenlausar uppskriftir ásamt ýmsum fróðleik.
Heimildir:
http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item32231/naering_ungbarna_loka.pdf
https://www.sst.dk/da/nyheder/2016/~/media/E382EA4F4DD7410B8A71243B7F97E70B.ashx