Egg

Egg eru mjög næringarrík og hlaðin vítamínum, steinefnum og próteinum. Það má byrja að gefa börnum egg þegar þau eru á aldrinum 7-8 mánaða sem hluta af fjölbreyttri fæðu. Hægt er að gefa þau sem harðsoðin, í eggjaköku eða nota í matargerð. Gæta þarf þess vel að eggin séu fullelduð áður en þau eru gefin börnunum.

Nú eru komin á markað lífræn egg frá Nesbú og þeim mæli ég hiklaust með því lífrænt þykir mér alltaf betri kostur. Hænurnar fá lífrænt fóður og hafa aðgang að útisvæði, fuglarnir eru færri á hvern fermetra en í hefðbundinni framleiðslu. Með því að velja lífræn egg fæst hreinni vara því fóðrið sem hænan fær er lífrænt, óerfðabreytt og framleitt í sátt við umhverfið. Jafnframt stuðlar lífræn ræktun að dýra- og umhverfisvernd.

Meiri fróðleik um egg og framleiðslu þeirra má finna á heimasíðu Nesbús