D-vítamín

D-vítamín er líkamanum nauðsynlegt til að kalk nýtist úr fæðunni og komist í beinin. Fyrstu æviárin eru beinin að vaxa og þéttast og því ákaflega mikilvægt að börn fái bæði nægilegt kalk og D-vítamín.

D-vítamín finnst helst í feitum fiski, kjöti, innmat, eggjarauðum og feitum mjólkurvörum. En það myndast einnig í húðinni við útfjólubláa geisla sólarinnar á sumrin.

D-vítamín er eina næringarefnið sem ekki er í nægilegu magni í móðurmjólkinni fyrstu 6 mánuðina eftir fæðingu. Börn þurfa því að fá 10 míkrógrömm af  D-vítamíni á dag frá 2 vikna aldri Fjjöldi dropa ræðst af tegund dropanna, MJÖG mikilvægt er að lesa vel utan á flöskuna, ath að ráðlagður dagskammtur framleiðanda getur verið annar en á Íslandi en mikilvægt er að gefa barninu það sem samsvarar 10 míkrógrömm á dag. Eftir að barnið fer að borða fasta fæðu er hægt að skipta D-vítamín dropunum út fyrir 1 tsk af krakkalýsi  á dag.

Heimildir:
http://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item21469/Upplysingar-um-D-vitamin
http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item25352/D-vitamin.pdf