Ber

Ber eru sæt og góð, mjög rík af vítamínum og steinefnum og flest börn elska ber af hinum ýmsu tegundum. Þegar verið er að búa til barnamat má gjarnan nota frosin ber ef ekki eru til fersk. Rétt er þó að mæla með því sjóða frosin hindber áður en þau eru notuð í matargerð handa litlum börnum.
En til þess að vera alveg viss þá er ekkert vitlaust að sjóða öll frosin ber, amk. fyrir allra minnstu krílin. Ástæðan er sú að frosin ber geta innihaldið vírus (það er þó lítil hætta og helst þá í hindberjum) sem getur valdið ógleði, uppköstum, niðurgangi, magaverkjum og lágum hita.

Það er þó alls engin ástæða til að forðast frosin ber því það má losna við þetta með því að skella þeim í sjóðandi vatn og láta þau bíða í því í 1 mínútu. Þetta á eingöngu við um frosin ber, fersku berin nægir að skola vel.