Nítrat & nítrít

Grænmeti á borð við spínat, sellerí, rauðrófur og fenníku inniheldur hátt magn nítrats.

Ungabörn eru sérstaklega næm fyrir nítrati og því ætti eingöngu að gefa þeim ofantalið grænmeti eftir að þau hafa náð 6 mánaða aldri. Á meðan barnið er 6-12 mánaða má nítrat innihaldsríkt grænmeti eingöngu vera 1/10 af máltíðinni. Ef máltíðin inniheldur meira en það ætti eingöngu að gefa slíka máltíð einstöku sinnum, eða uþb. á 14 daga fresti.

Nítrat er í sjálfu sér ekki hættulegt en umbreytist auðveldlega í nítrít. Nítrít getur í miklu mæli orsakað uppköst og bláma í húð vegna þess að nítrít binst við blóðrauða (hemóglóbín) í blóðinu sem hamlar blóðinu að flytja súrefni um líkamann.

Unnar kjötvörur geta líka innihaldið nítrat eða nítrít (notað sem rotvarnarefni) og henta þær því ungum börnum ekki.

Heimildir:
http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item32231/naering_ungbarna_loka.pdf
http://www.mast.is/pistlar/nitrit-og-nitrat/
https://www.sst.dk/da/nyheder/2016/~/media/E382EA4F4DD7410B8A71243B7F97E70B.ashx