Ýmislegt

Oobleck – magnað fyrirbæri

Oobleck er hvorki vökvi né í föstu formi, eða er það kannski bæði…erfitt að segja, en það er amk. magnað fyrirbæri!

Oobleck er slím sem búið er til úr maísmjöli og vatni, gæti ekki verið einfaldara. Þegar settur er þrýstingur á oobleck-ið hættir það að hreyfast og verður stíft, en þegar þrýstingnum er sleppt lekur það eins og vökvi, t.d. er hægt að taka það upp og hnoða í höndunum en um leið og lófarnir eru opnaðir lekur oobleck-ið eins og vökvi. Fáránlegt dæmi sem allir ættu einhverntímann að prófa

Oobleck

Undirbúningur 10 minutes

Hráefni

  • 1 bolli kalt vatn
  • 2 bollar maísmjöll (Maizena)
  • nokkrir dropar matarlitur (má sleppa)

Aðferð

  • Setjið matarlitinn út í vatnið og blandið vel
  • Hrærið maísmjölinu smátt og smátt saman við vatnið þar til allt hefur blandast vel saman
  • Það þarf töluverða þolinmæði við að blanda þessu saman því ekki er hægt að hræra hratt, þá er það svo erfitt
  • Setjið oobleck-ið í hentuga skál og það er tilbúið til leiks

 

Það má sleppa matarlitnum en okkur finnst skemmtilegra að hafa oobleck-ið í fallegum lit. Vissulega litar það hendurnar aðeins en það gerir ekkert til, hverfur eftir nokkra handþvotta, bara muna að passa fötin. Við höfum samt aldrei lent í því að neitt sem við föndrum með matarlit í festist í fötum.

Það má dunda sér merkilega lengi með þetta skrýtna fyrirbæri og það á við allan aldur

Góða skemmtun!

Ef þú prófar þetta með þínum börnum þætti mér ótrúlega vænt um ef þú myndir deila því með mér, með því að taka mynd og deila á Instagram með #infantiais, merkja myndina með @infantia.is eða einfaldlega senda mér skilaboð❤️