1 árs +,  Afmælisveislan,  Fyrir alla fjölskylduna,  Nestisboxið

Nestis pizzur

Foccacia og pizza mætast í eitt í þessari uppskrift og útkoman er æðisleg! Þessi uppskrift er stór en hentar vel til að baka úr og setja í frystinn til að eiga í nestisboxið fyrir börnin. Þær bragðast vel bæði heitar og kaldar og hægt að leika sér með áleggið að vild.

Pizzur

4 dl heilhveiti
5 dl hveiti
4 tsk þurrger (1 pakki)
4 dl volgt vatn (37°c)
2 msk ólívuolía
1 tsk gott sjávasalt t.d. Maldon
1 tsk sykur
Pizzu sósa
Rifinn ostur
Skinka
Pepperoni
Góð ólífuolía

Setjið gerið út í vatnið og látið standa nokkrar mínútur þar til froða myndast. Bætið olíu og sykri út í. Hveiti, heilhveiti og salti blandað saman og svo bætt í smátt og smátt út í gerblönduna. Degið hnoðað mjög vel saman og látið hefa sig við stofuhita í amk. 30 mínútur.

Þegar deigið hefur hefast  er því skipt í 32 hluta (færri ef þú vilt hafa pizzurnar stærri) og mótaðar kúlur, þrýstið ofaná með lófanum og teygið út þannig að deigið verði flatt (uþb. 1 cm á þykkt). Leggið á bökunarplötu og látið hefast í nokkrar mínútur.  Þrýstið fingri í deigið 3-4 sinnum til að mynda smá dældir í deigið og dreifið góðri ólífuolíu yfir. Dreifið pizzu sósunni á deigið, stráið rifnum osti yfir og setjð svo pepperoni og skinku ofan á eða annað álegg sem ykkur dettur í hug.

Bakað við 200°c á blæstri í 11-15 mínútur, eða þar til gullið og fallegt. Mjög gott að setja klettasalat og rifin parmesan yfir þegar pizzurnar koma út úr ofninum.

Það er líka hægt að gera hvítlauksbrauð úr þessari uppskrift, merja hvítlauk út í olíuna áður en henni er dreift yfir. Sjávarsalti stráð yfir og bakað eins og fram kemur hér að ofan, mjög gott til að bera fram með mat.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá máttu endilega deila því með mér, með því að taka mynd og deila á Instagram með #infantiais eða merkja myndina með @infantia.is