1 árs +,  Fyrir alla fjölskylduna

Morgunverðar “parfait”

Ég er mikill aðdáandi “parfait” en það þýðir í raun fullkomnun og er upphaflega ættað frá Frakklandi eins og nafnið gefur til kynna, hjá þeim er þetta eftirréttur, einskonar búðingur. Ameríska útgáfan af parfait er líka eftirréttur en inniheldur t.d. hnetur, granóla, þeyttan rjóma osfrv. í lögum, borið fram í háu glasi.

Ameríska útgáfan heillaði mig fyrir þónokkrum árum en þó aðallega útlitið og hef ég leikið mér með fjölmargar hollari útgáfur af parfait síðan þá. Hér má finna eina þeirra, sem er holl og tiilvalin í morgunmat. Hér mætast frískandi AB mjólkin, keimur af kókos, gómsætt granóla, súkkulaði og jarðaber. Sannkölluð fullkomnun!

Hrein AB mjólk
Sweet drops of Stevia með kókos frá GoodGood
Gott granóla, uppskrift finnur þú hér
Jarðaber

Byrjað er á að blanda stevíu dropunum út í AB mjólkina, best er að byrja á 1-2 dropum og smakka sig til, sumir vilja meira kókosbragð og aðrir minna. Jarðaberin skoluð,  þerruð og skorin í sneiðar eða bita. Öllum innihaldsefnunum raðað til skiptis í falleg glös. Svo er bara að njóta þess að borða eftirrétt í morgunmat.

Færslan er unnin í samstarfi við GoodGood en það en það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá máttu endilega deila því með mér, með því að taka mynd og deila á Instagram með #infantiais eða merkja myndina með @infantia.is