4+ mánaða,  6+ mánaða

Maísgrautur – fyrsti grauturinn

_MG_2025

Maísgrautur er mildur og mjúkur grautur sem hentar vel sem fyrsta smakk fyrir börn sem eru að byrja að smakka fasta fæðu. Þessi uppskrift er lítil og grauturinn verður mjög þunnur sem hentar vel í byrjun.

1 msk maísmjöl
4 msk kalt vatn
4 msk brjóstamjólk eða þurrmjólkurblanda
1 tsk fita

Hrærið saman maísmjöli og vatni í litlum potti og látið suðuna koma upp á meðan hrært er í. Látið malla við lágan hita í 2-3 mínútur. Takið pottinn af hitanum og bætið við mjólk til að þynna grautinn ef þarf og bætið fitunni út. Þynnið með meiri mjólk ef þurfa þykir.