Kúrbíts og kartöflumauk
2 kúrbítar
2 kartöflur
1 tsk fita í hvern skammt sem barninu er gefinn
Þvoið og afhýðið kartöfluna, skerið í teninga og gufusjóðið í 10 mínútur. Þvoið kúrbítinn vel en ekki afhýða hann því stór hluti næringarefnanna er að finna í hýðinu, skerið í litla bita og bætið út í kartöflurnar. Látið gufusjóða áfram í 7 mínútur.
Maukað í matvinnsluvél, blandara eða með töfrasprota.
Munið að bæta 1 tsk af fitu út í hvern skammt sem barninu er gefinn.
Geymist í ískáp í 2-3 daga, en 2 mánuði í frysti.

