Kókospönnukökur
Þessar pönnukökur eru algjörar uppáhalds og gaman að gera t.d. um helgar þegar gera á vel við sig, geggjaðar hvort sem er í morgunmat, með kaffinu eða sem millimál. Þær innihalda enga óhollustu og því er hægt að njóta þeirra með góðri samvisku, ég tala nú ekki um ef meðlætið með þeim er vel valið líka.
2 egg
1 miðlungsstór vel þroskaður banani
1/2 bolli kókosmjöl
1/2 tsk vanilluduft
Kókosolía til steikingar
Bananinn stappaður og öllu blandað vel saman. Panna smurð með kókosolíu og smá deig sett á pönnuna, dreift aðeins úr með skeið og steikt við miðlungshita í nokkrar mínútur á hvorri hlið þar til fallega gylltar.
Borið fram með t.d. bláberjum, jarðaberjum, hindberjum eða öðrum ávöxtum og góðu sírópi, sultu eða súkkulaðismjöri.
Pönnukökurnar má líka gjarnar stinga í nestisboxið ásamt ávöxtum.
Fyrir nokkru síðan fékk ég að prófa vörurnar frá íslenska fyrirtækinu GoodGood (ég hafði að vísu verið að nota bæði Choco Hazel og Sweet like sugar áður). Vörurnar þeirra eru ekki bara ótrúlega bragðgóðar heldur líka góðar fyrir kroppinn. Þær innihalda engan sykur en notast er við náttúruleg sætuefnin eins og stevíu og sykuralkóhóla á borð við maltitol og erítrítól. Vörurnar hafa miklu minni áhrif á hækkun blóðsykurs en hvítur sykur gerir, og sumar þeirra hækka hann alls ekki. Þessar vörur eru frábærar fyrir þá sem vilja gómsætt bragð en minni óhollustu.
Þetta súkkulaðismjör er dásamlega gott og okkur öllum þykir það betra en hið eina sanna Nutella og þá er nú mikið sagt því börnin mín 2 elstu hreinlega elska það.
Sírópið er líka ótrúlega bragðgott og kemur algjörlega í stað hlynsíróps á pönnukökurnar.
Færslan er unnin í samstarfi við GoodGood en það en það hefur þó engin áhrif á álit mitt vörunum.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá máttu endilega deila því með mér, með því að taka mynd og deila á Instagram með #infantiais eða merkja myndina með @infantia.is

