1 árs +,  Afmælisveislan,  Fyrir alla fjölskylduna,  Nestisboxið

Kókoskúlur í jólafötum

Ég hef áður deilt með ykkur uppskriftinni minni af kókoskúlum sem eru ótrúlega góðar og auðvelt að gera. Núna ákvað ég að skella þeim í jólafötin og útkoman var algjört æði.

100 g döðlur (Meedjol eru bestar en alveg hægt að nota þurrkaðar líka)
1 1/2 dl haframjöl
1/2 dl kókosmjöl
2 msk hreint kakó
1/4 tsk vanilluduft (hrein vanillukorn, ekki vanillusykur)
1 tsk kókosolía
3 msk vatn
Frostþurrkuð hindber, möluð nokkuð fínt í matvinnsluvél eða mortéli

Best er að nota Medjool döðlur en ef þær eu ekki til er hægt að nota þurrkaðar, bara klippa þær niður í nokkra bita og leggja í bleyti í kalt vatn í 30 mínútur, hella svo vatninu af og þá eru döðlurnar klárar.

Öll innihaldsefnin sett í matvinnsluvél og unnið mjög vel saman þar til þetta er orðinn fínn massi. Kúlur mótaðar og velt uppúr möluðum hindberjunum, sett í kæli í 1-2 tíma og þá eru þær tilbúnar.
Geymast í kæli í vel lokuðu íláti í 2-3 daga

Þessar kúlur innihalda engan hvítan sykur en eru sannkallaðir orkuboltar, það má alveg lauma einni og einni með í nestisbox krakkanna af og til eða eiga hádegisnestinu í vinnunni til smá tilbreytingar.



Ef þú prófar þessa uppskrift þá máttu endilega deila því með mér, með því að taka mynd og deila á Instagram með #infantiais eða merkja myndina með @infantia.is