1 árs +,  Fyrir alla fjölskylduna,  Nestisboxið

Kókos og súkkulaði granóla

Þetta granóla er í algjöru uppáhaldi á okkar heimli er mjög fljótlegt að búa til og slær allstaðar í gegn.

_MG_9443
3 bollar trölla hafrar
1/2 bolli möndlur, saxaðar
1/2 bolli pecan hnetur, saxaðar
2 msk kakó
1,5 tsk vanilluduft eða 3 tsk vanilludropar
5 msk akasíu hunang*
1 msk kókosolía
4 msk chia fræ
1 bolli kókosflögur
70g dökkt súkkulaði gróft saxað, ég nota suðusúkkulaði

Höfrum, möndlum, pecan hnetum, kakói og chia fræjum blandað vel saman í skál. Hunangið og kókosolían sett á pönnu og hitað þar til vel fljótandi (ef notaðir eru vanilludropar skal setja þá á pönnuna). Hafrablöndunni hellt út á og blandað vel þannig að hunangið og olían hjúpi allt saman. Sett á bökunarpappír á plötu, dreift vel úr og sett í ofn á 150°c (ekki blástur) í 18-20 mínútur, hræra vel í þegar tíminn er hálfnaður. Þegar platan er tekin út úr ofninum er kókosflögunum blandað saman við á meðan granólað er enn heitt. Látið kólna alveg á plötunni og súkkulaðinu blandað saman við.

Geymist í vel lokuðu íláti í allt að 4 vikur, en það hefur aldrei reynt á það á mínu heimili, þetta klárast á nokkrum dögum, svo gott er þetta!

Heima hjá okkur borðum við granólað út á Ab mjólk, en einnig hægt að nota út á gríska jógúrt, skyr eða jafnvel með mjólk fyrir þá sem vilja það.

_MG_9462

_MG_9418

*Vegna þess að uppskriftin inniheldur hunang má ekki gefa börnum undir 1 árs þetta granóla, en hægt er að skipta hunanginu út fyrir agave síróp í sömu hlutföllum og þá mega börn undir 1 árs gjarnan fá líka. Ég tek til hliðar smá hluta áður en er blanda súkkulaðinu við til að eiga fyrir yngsta minn.