Byrjunin

Hvenær eru börn tilbúin til að byrja að borða?

Börn sem dafna vel og eru vær þurfa enga aðra næringu fram að 6 mánaða aldri en brjóstamjólk eða þurrmjólkurblöndu skv. Manneldisráði. Þurfi börn ábót þarf að gefa rétt blandaða þurrmjólkurblöndu sem viðbót við brjóstamólk eða í stað hennar. Ef barnið er hins vegar orðið eldra en 4 mánaða og þarf á ábót að halda má fara að gefa því fasta fæðu.

Það er algengt að matarlyst barna aukist í kringum 4-5 mánaða aldurinn, ef barnið er enn á brjósti er hægt reyna að auka við mjólkina fyrst en dugi það ekki er hægt að byrjað að gefa barninu mat.

Það er mjög misjafnt hvenær börn eru tilbúin til þess að byrja að borða, sum eru í kringum 4-5 mánaða meðan önnur eru ekki tilbúin fyrr en um 6 mánaða aldur.

Það mikilvægasta sem þú getur í raun gert er að fylgjast með barninu þínu, það segir þér hvenær það er tilbúið til þess að byrja að byrja að borða mat.

Hlutir sem gefa til kynna að barnið sé tilbúið til að fara að fá fasta fæðu:

  • Barnið sýnir mat annarra áhuga með að horfa á eftir matnum, teygja sig eftir honum eða opnar munninn þegar það sér aðra borða
  • Barnið byrjar að slefa mikið og smjatta vegna þess að ákveðin ensím í munni virkjast þegar barnið sér mat eða drykk.
  • Tíminn milli brjósta/pelagjafa styttist á skömmum tíma
  • Barnið byrjar að vakna á nóttunni eða vaknar oftar á nóttunni en það gerði áður því það er svangt

Sýni barnið matnum ekki áhuga þegar það er 4-5 mánaða bíddu þá eftir því að barnið verði tilbúið. Það er mikilvægt að beita börn ekki þrýstingi til þess að byrja að borða fasta fæðu of snemma.

Ef dæmi er um ofnæmi í fjölskyldunni er mælt með að barnið sé eingöngu á brjósti til 6 mánaða sé það mögulegt. Ef ekki er mælt með að barnið fái þurrmjólkurblöndu sem sérstaklega er ætluð börnum sem eru líklegri til að fá ofnæmi,  ráðfærðu þig við lækni eða hjúkurnarfræðing í ungbarnaeftirlitinu með þetta.

Ert þú sjálf/ur tilbúin?
Margir foreldrar og þá sérstaklega mæður upplifa það sem mikla breytingu að byrja að gefa barninu fasta fæðu. Tilfinningalega séð getur verið erfitt að gefa eftir þessa einstöku stund og nálægð sem brjósta/pelagjöf fylgir. Mér sjálfri hefur fundist þetta erfitt í öll 4 skiptin sem ég hef byrjað að gefa mínum börnum mat, það verða einhvern vegin ákveðin kaflaskipti. Ég skammast mín ekkert fyrir að viðurkenna það að mér fannst þetta taka á, ekki síst núna síðast með þann yngsta.
En sé barnið tilbúið er mikilvægt að foreldrar standi ekki í vegi fyrir því að barnið fari að fá fasta fæðu. Gerðu þetta að góðri stund með barninu þínu og gættu þess að hafa andrúmsloftið rólegt og afslappað.

Hvernig getur barnið bruðgðist við fæðunni?
Það er mikil umbreyting fyrir barnið fá ekki lengur bara mjólk. Þetta er mikil upplifun fyrir skynfæri barnsins og sum börn þurfa langan tíma til að venast bæði áferð og bragði. Ekki verða fyrir vonbrigðum vilji barnið ekki matinn fyrst um sinn, prófaðu í rólegheitum aftur síðar.

Sum börn fá í magann við að byrja að fá mat í fyrsta sinn. Það er alveg eðlilegt þar sem meltingafæri barnsins þurfa að venjast breytingunni. Fylgjast þarf með hvernig matur fer í börn og gott er því að innleiða eina og eina fæðutegund í einu. Það er líka gott ráð að byrja á nýjum fæðutegundum eða fyrstu máltíðunum fyrripart dags, því ef fram koma óþægindi hjá barninu ætti það að vera búið að jafna sig fyrir nóttina.