4+ mánaða,  6+ mánaða

Hrísmjölsgrautur – fyrsti grauturinn

_MG_2024

Hrísmjölsgrautur hefur mjög milt bragð og mjúka áferð og hentar því vel sem fyrsta smakk fyrir börn. Þessi uppskrift er lítil og grauturinn verður mjög þunnur sem hentar vel í byrjun.

1 msk hrísmjöl
4 msk kalt vat
4 msk brjóstamjólk eða þurrmjólkurblanda
1 tsk fita

Hrærið saman hrísmjöli og vatni í litlum potti og látið suðuna koma upp á meðan hrært er í. Látið malla við lágan hita í 2-3 mínútur. Takið pottinn af hitanum og bætið við mjólk til að þynna grautinn ef þarf og bætið fitunni út. Þynnið með meiri mjólk ef þurfa þykir.

Athugið! hrísmjölsgrautur er stemmandi og því er mikilvægt að kynna nýja fæðutegund eftir örfáa daga. Það má ekki gefa börnum graut með hrísmjöli daglega vegna þess að hrísgrjón og aðrar vörur framleiddar úr þeim innihalda arsen sem getur verið skaðlegt heilsunni. Það er þó ekki talin ástæða til að forðast hrísmjölsgraut alveg, heldur breyta á milli grauta og gefa aðra grauta í bland.