Byrjunin

Hreinlæti og geymsla á mat

_MG_0872

Hreinlæti er gríðarlega mikilvægt þegar kemur að því að gefa litlum krílum að borða

  • Allt grænmeti og ávexti þarf að þvo vel, líka það sem á að flysja!
  • Þvo þarf öll áhöld mjög vel með sápu og skola vel.
  • Það er mikilvægt að kæla allan mat eins hratt og hægt er eftir að hann er eldaður.
  • Þegar matur er hitaður aftur upp fyrir barnið er mikilvægt að láta suðuna koma upp til að koma í veg fyrir bakteríumyndun.
  • Geymið matinn ávallt í ílátum sem eru ætluð fyrir mat, helst gler ílátum. Ef þið veljið plast ílát gætið þess þá að þau séu án parabena og annara eiturefna.
  • Hentugt er að búa til mikinn mat í einu og frysta í klakabökkum eða skvísum, en gætið þess að það sé án allra eiturefna.
  • Bíðið með að setja brjóstamjólk/þurrmjólk og fitu í mat sem á að frysta, bætið því úti þegar maturinn er borin fram.
  • Eftir að maturinn er frosinn er hann færður úr klakabökkunum yfir í ílát sem henta til frystingar, gler í lát sem mega fara í frysti eða frystipokar með “zip lock” henta vel.
  • Merkið öll ílát sem fara í frystinn með innihaldi og dagsetningu.
  • Hægt er að geyma barnamatinn í frysti í 2-3 mánuði við amk. -18 gráður.
  • Barnamat sem hefur verið frystur má ALDREI frysta aftur. Klári barnið ekki skal henda afgangnum.
  • Kjöt og fisk skal afþýða í ísskáp. Hægt er að þýða í plastpoka í köldu vatni til að flýta fyrir.
  • Aldrei þýða mat undir heitu vatni vegna bakteríumyndunar.
  • Ekki mælt með að láta matinn þiðna við stofuhita vegna bakteríumyndunar.
  • Ávaxta og gænmetismauk sem á að gefa barninu heitt er best að þýða bara beint í liltum potti eða í örbylgjuofni, þe. það þarf ekki að þýða það fyrst heldur hita beint. Þannig varðveitast bragðið og næringarefnin betur.
  • Ekki sleikja skeiðina sem þú notar til að gefa barninu þínu með, því þá eru meiri líkur á að færa bakteríur úr þínum munni yfir í barnsins sem geta skemmt tennurnar.
  • Ef þú gefur barninu þínu mauk úr skvísu skaltu nota skeið sem skrúfast framan á eða sprauta úr skvísunni í skál eða skeið til þess að bakeríur úr munni barnsins berist ekki í maukið (þetta á við sérstaklega þegar börn eru að byrja að fá mat og borða lítið í einu og geyma á afganginn). Þegar börn eru farin að borða meira í einu og nokkuð vitað fyrirfram að þau muni klára úr skvísunni er tilvalið fyrir þau að drekka/borða beint úr stútnum á henni.
  • Vertu viss um að maturinn smakkist vel  með því að bragða á honum sjálf/sjálfur, en notaðu aðra skeið en barnið þitt.