1 árs +,  4+ mánaða,  6+ mánaða,  9+ mánaða

Hirsigrautur

_MG_1918Hirsi er útbreidd korntegurnd sem er ræktuð í Afríku, Norður Ameríku og Evrópu. Það er ein elsta korntegund í heiminum og var mikilvæg undirstöðunæring í fleiri hundruð ára í Evrópu. Hirsi er mjög ríkt af kísil, magnesíum, kalíum og fosfóri, inniheldur einnig járn og flúor.

1/2 dl hirsiflögur
1 1/2 dl vatn
tæpur dl mjólk (móðurmjólk, þurrmjólkurblanda eða stoðmjólk ef barnið orðið eldra en 6 mánaða)
1 tsk fita

Hirisiflögur, vatn sett í lítinn pott og suðan látin koma upp á meðan hrært er í grautnum. Mjólkinni bætt útí og látið malla í nokkrar mínútur þar til þykknar. Þynnt með meiri mjólk ef þurfa þykir og fitunni bætt útí.

Ef barnið er að byrja að borða þá er gott ráð að setja töfrasprotann í flögurnar og gera þær að mjöli því þá fæst mýkri áferð sem hentar börnum sem er að byrja borða betur.