1 árs +,  6+ mánaða,  9+ mánaða

Hindberja og bláberjamauk

_MG_0622

Ferskt og frískandi sem gott er að drekka úr skvísu og eiga sem teninga í frysti til að setja útí grauta eða jafnvel AB mjólk sé barnið farið að borða slíkt.

4 epli
3/4 bolli hindber
3/4 bolli bláber

Eplin þvegin, afhýdd og skorin í litla bita, sett í gufusuðusigti og látin sjóða í 10 mínútur, þá er hindberjum og bláberjum bætt úti í og látið gufusjóða í nokkrar mínútur í viðbót eða þar til allt er mjúkt.

Maukað saman með töfrasprota eða stappað saman með gaffli fyrir grófari áferð.

Geymist í 3-4 daga í ísskáp í vel lokuðu íláti og 3 mánuði í frysti