Ýmislegt

Haustið málað

Við elskum að föndra og gerum mikið af því. Hér langar mig til að deila með ykkur hugmynd að einföldu og skemmtilegu haustföndri. Ég gerði þetta með Emil og Ástrós í fyrra og eru myndirnar síðan þá, en við ætlum að gera þetta aftur fljótlega því Ástrós hefur svo oft talað um hversu gaman þetta var.

Það sem þarf:

Laufblöð af öllum stærðum og gerðum
Vatnslit
Pensla
Blöð

Byrjað er á að fara í gönguferð til að tína laufblöð og skemmtilegast að hafa þau sem fjölbreyttust. Þegar heim er komið eru þau lögð í bleyti og öll óhreinindi skoluð af, laufblöðin eru næst þerruð með eldhúspappír og þá eru þau klár.

Svo er bara að mála með vatnslitum á laufin og stimpla á blöð, það er hægt að leika sér endalaust með litasamsetningar og stimpla aftur og aftur.

Drífið ykkur út í haustið, náið í laublöð og prófið!

Ef þú prófar þetta með þínum börnum þætti mér ótrúlega vænt um ef þú myndir deila því með mér, með því að taka mynd og deila á Instagram með #infantiais, merkja myndina með @infantia.is eða einfaldlega senda mér skilaboð.