Vörumerkin,  Ýmislegt

Flúorlaust tannkrem

_mg_7839Margir eru farnir að kjósa náttúrleg tannkrem án flúors og annara efna sem talist geta skaðleg, sérstaklega fyrir börnin sín þar sem þau eiga það flest til að kyngja tannkreminu á fyrstu mánuðum/árum tannburstunar. Allt sem við setjum í munninn þó við kyngjum því ekki kemst að einhverju leyti út í blóðrásina og því fyllsta ástæða til þess að velja vel þegar kemur að því hvað við setjum í okkur og á, einkum þegar kemur að börnunum okkar.

Náttúrulega tannkremið frá Jack N’Jill er glútenlaust, inniheldur engan sykur, enga gervisætu,  ekkert flúor, engin litarefni, ekkert SLS (Sodium Lauryl Sulfate) né rotvarnarefni.

Hinsvegar eru þau tannkrem sem við þekkjum oftar en ekki uppfull af ýmsum efnum sem sum hver teljast skaðleg og má lesa um nokkur þeirra.

Flúor
Er mjög umdeilt efni sem má finna í flestum tannkremum, í mjög litlu mæli þó. Tannkrem ætlað börnum er merkt sérstaklega og það inniheldur minna magn flúrors en það sem ætlað er fullorðnum. Ástæðan er sú að börn kynjga oftar en ekki tannkreminu og það er hætta á skaða sé flúor innbyrt í miklu mæli*. Kyngi barnið örlitlu tannkremi þegar tennur þess eru burstaðar er þó ekki ástæða til að óttast en æskilegast er að kenna barninu að skyrpa því út úr sér.
Flúor er talið geta haft áhrif á hormónastarfsemi líkamans og þá sérstaklega skjaldkirtilslhormón.

Tríklósan
Rotvarnarefni sem hefur sýklaeyðandi áhrif og það getur valdið því að bakteríur verði ónæmar fyrir sýklalyfjum. En slíkt getur leitt til þess að smávægilegar sýkingar sem í dag er hægt að vinna gegn með sýklalyfjum verði hættulegar þegar sýklalyfin virka ekki lengur á bakteríuna. Efnið safnast upp í líkanum og hefur fundist í líkama manna um allan heim.
Tríklósan er líka talið geta truflað hormónastarfsemi líkamans.  Auk þess er Tríklósan mjög eitrað lífverum í vatni.
Umhverfisstofnun flokkar Tríklósan sem varasamt efni og Danska umhverfisstofnunin ráðleggur fólki að velja tannkrem og án Tríklósan vegna þessa*.

Sodium Lauryl Sulfate (SLS)
Er ódýrt hreinsiefni sem freyðir vel og gjarnan notaði í tannkrem og ýmsar sápur og sjampó. Það getur valdið ertingu í húð. Þeir sem eru gjarnir á að fá blöðrur í munninn geta upplifað breytingu til hins betra við að nota tannkrem án SLS*.

Grunnur að góðri tannheilsu liggur ekki í efnum í tannkreminu þínu heldur almennt góðri tannumhirðu og heilbrigðu matarræði. Ef borðuð er holl og fjölbreytt fæða sem sér líkamanum fyrir þeim efnum sem hann þarf til að búa til sterkar tennur, forðast eftir megni sykur og annað sem hefur slæm áhrif á tennur, tennur burstaðar tvisvar á dag ásamt daglegri notkun á tannþræði er lítil ástæða til að halda að tannkrem sem eru full af efnum sem talist geta skaðleg heilsunni séu betri en þau náttúrulegu.

Það er vissulega val hvers og eins hverskonar tannkrem er notað, en náttúrlegu flúorlausu tannkremin eru góð viðbót í flóruna fyrir þá sem vilja velja tannkrem án flúors og annara efna sem geta talist skaðleg.

Heimildir:
Flúor
Tríklósan
SLS