1 árs +,  6+ mánaða,  9+ mánaða

Eplamauk með kókosmjólk

_MG_0610

Þetta mauk er í sérlegu uppáhaldi hjá Emil mínum, hann alveg hreint elskar þetta og við reynum að eiga þetta alltaf til í frystinum bæði í teningum og skvísum til að grípa með þegar við förum eitthvað.

6 epli
1/2 bolli kókosmjólk (án allra aukaefna og ekki fituskert)
1/4 tsk kanill

Eplin þvegin, afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í litla bita, sett í lítinn pott ásamt kókosmjólinni og soðið í um 10 mínútur, eða þar til eplin eru alveg mjúk. Maukað saman með töfrasprota eða í blandara ásamt kanil.

Stundum bæti ég út í þetta 1-2 tsk af chia fræjum.

Það er tilvalið að setja þetta mauk í fjölnota skvísur og eiga í frysti til að grípa með sér þegar farið er á flakk. Ef chia fræjunum er bætt út í er þetta orðið að frábærri millimáltíð fyrir börn þar sem kókosmjólkin gefur fitu og chia fræin prótein, ómega fitusýrur og fjölmörg vítamín og steinefni.

Geymist í vel lokuðu íláti í ísskáp í 3 daga og 3 mánuði í frysti.