Epla og sveskjumauk
15 sveskjur, steinlausar
1-1 1/2 epli, fer eftir stærð, ég reyni að alltaf að nota lífræn
Sveskjurnar eru lagðar í bleyti í 2-3 tíma og svo soðnar í 10-15 mínútur eða þar til þær eru mjúkar. Eplið er þvegið afhýtt og skorið í teninga, gufusoðið í nokkrar mínútur eða þar til það er mjúkt. Sveskjur og epli maukað saman með töfrasprota eða sett í blandara/matvinnsluvél.
Geymist í vel lokuðu íláti í ísskáp í 2-3 daga, í frysti í 2 mánuði.
Maukið getur virkað vel á harðlífi hjá börnum.

