1 árs +,  6+ mánaða,  9+ mánaða

Epla og jarðaberja mauk

_MG_0620

Frískandi og gott mauk sem tilvalið er að setja útí grautinn, blanda við stappaðan banana eða bara eitt og sér.

4 epli
1 bolli jarðaber, vel kúfaður
1/2 tsk hreint vanilluduft
1 msk chia fræ (má sleppa)

Eplin þvegin, afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í litla bita. Sett í gufusuðusigti og soðin í 10 mínútur. Jarðaberin þvegin vel og skorin í bita, bætt útí eplin eftir 10 mínútur og látið gufusjóða í nokkrar mínútur í viðbót, eða þar til þau eru vel mjúk.

Eplin, jarðaberin, vanilluduftið og chiafræin maukuð saman með töfrasprota eða í blandara, eða stappað saman með gaffli til að fá grófari áferð fyrir börn sem ráða við það.

Geymist í ísskáp í 3-4 daga í vel lokuðu íláti og í frysti í 3 mánuði.