Sykurlaus hindberjasulta
Ótrúlega einföld og ljúffeng hindberjasulta sem inniheldur engan hvítan sykur, hana má í raun nota með hverju sem er, vöfflunum, pönnukökunum, ristaða brauðinu, ostunum og kexinu, hrökkbrauðinu, út á hafragrautinn eða chia grautinn, í barnasæluna eða bara hvað sem ykkur dettur í hug.
Það er í raun hægt að nota hvaða ber sem er en þar sem hindber eru sérstöku uppáhaldi hjá mínu fólki verða þau alltaf fyrir valinu.
300g frosin hindber
130g döðlur, klipptar í litla bita
1/2 dl vatn
Öllu skellt í lítinn pott og látið sjóða í 20 mínútur, töfrasprotinn settur aðeins ofaní í lokin og allt maukað vel. Sett í sterílar heitar sultukrukkur, lokað og strax í ísskápinn. En ef nota á sultuna í barnasæluna þá er hún bara sett beint úr pottinum á degið.
Geymist í uþb. 7-10 daga í ísskáp, en það er tilvalið að frysta hana í klakabökkum og taka út einn og einn tening þegar við á.
Þessum finnst alltaf svo afskaplega erfitt að horfa á matinn og bíða eftir að búið sé að mynda svo hann geti fengið smakk
Mjög sáttur þegar hann loks fékk vöffluna sína með hindberjasultunni
Ef þú prófar þessa uppskrift þá máttu endilega deila því með mér, með því að taka mynd og deila á Instagram með #infantiais eða merkja myndina með @infantia.is

