• Flúorlaust tannkrem

    Margir eru farnir að kjósa náttúrleg tannkrem án flúors og annara efna sem talist geta skaðleg, sérstaklega fyrir börnin sín þar sem þau eiga það flest til að kyngja tannkreminu á fyrstu mánuðum/árum tannburstunar. Allt sem við setjum í munninn þó við kyngjum því ekki kemst að einhverju leyti út í blóðrásina og því fyllsta ástæða til þess að velja vel þegar kemur að því hvað við setjum í okkur og á, einkum þegar kemur að börnunum okkar. Náttúrulega tannkremið frá Jack N’Jill er glútenlaust, inniheldur engan sykur, enga gervisætu,  ekkert flúor, engin litarefni, ekkert SLS (Sodium Lauryl Sulfate) né rotvarnarefni. Hinsvegar eru þau tannkrem sem við þekkjum oftar en ekki uppfull af ýmsum…