Skinkuhorn
Þessi uppskrift hefur fylgt mér síðan ég byrjaði að búa í Danmörku fyrir að verða 20 árum og ég hef bakað hana ótal sinnum. Þessi horn eru alltaf jafn ljúffeng og slá í gegn hvar sem þau eru borin fram. Það má leika sér með fyllinguna að vild, en þetta er sú útgáfa sem er allra vinsælust á mínu heimili. Uppskriftin gefur 40 horn og því tilvalið að setja strax í frystinn og eiga þar til að grípa í, hvort sem það er með kaffinu eða til að nesta börnin Njótið vel! Ef þú prófar þessa uppskrift þá máttu endilega deila því með mér, með því að taka mynd og deila á Instagram…
Einstaklega góðar kúmen brauðbollur
Þessi uppskrift hefur fylgt mér í yfir 20 ár, eða alveg síðan ég keypti mér mína fyrstu matreiðslubók nokkrum mánuðum áður en ég flutti til Danmerkur með kærastanum mínum (eiginmanni í dag) og við byrjuðum að búa. Ég man ennþá eftir því þegar við bökuðum þessar bollur í fyrsta sinn í litla eldhúsinu okkar í Kaupmannahöfn. Síðan þá hafa þessar bollur verið bakaðar ótal sinnum og eru í sérstöku uppáhaldi hjá okkur, börnin öll elska þær líka og finnst þær vera bestu brauðbollur í heimi. Þær eru oft á borðum í afmælisveislum hjá okkur og vekja alltaf jafn mikla lukku. Uppskriftin er upphaflega úr matreiðslubókinni “Ferskt & framandi” sem gefin var út af…
Kókoskúlur í jólafötum
Ég hef áður deilt með ykkur uppskriftinni minni af kókoskúlum sem eru ótrúlega góðar og auðvelt að gera. Núna ákvað ég að skella þeim í jólafötin og útkoman var algjört æði. 100 g döðlur (Meedjol eru bestar en alveg hægt að nota þurrkaðar líka) 1 1/2 dl haframjöl 1/2 dl kókosmjöl 2 msk hreint kakó 1/4 tsk vanilluduft (hrein vanillukorn, ekki vanillusykur) 1 tsk kókosolía 3 msk vatn Frostþurrkuð hindber, möluð nokkuð fínt í matvinnsluvél eða mortéli Best er að nota Medjool döðlur en ef þær eu ekki til er hægt að nota þurrkaðar, bara klippa þær niður í nokkra bita og leggja í bleyti í kalt vatn í 30 mínútur, hella svo…
Nestis pizzur
Foccacia og pizza mætast í eitt í þessari uppskrift og útkoman er æðisleg! Þessi uppskrift er stór en hentar vel til að baka úr og setja í frystinn til að eiga í nestisboxið fyrir börnin. Þær bragðast vel bæði heitar og kaldar og hægt að leika sér með áleggið að vild. Pizzur 4 dl heilhveiti 5 dl hveiti 4 tsk þurrger (1 pakki) 4 dl volgt vatn (37°c) 2 msk ólívuolía 1 tsk gott sjávasalt t.d. Maldon 1 tsk sykur Pizzu sósa Rifinn ostur Skinka Pepperoni Góð ólífuolía Setjið gerið út í vatnið og látið standa nokkrar mínútur þar til froða myndast. Bætið olíu og sykri út í. Hveiti, heilhveiti og salti blandað…
Smoothie
Við gerum smoothie alveg ótrúlega oft í allskonar útgáfum, og það er alltaf rétti tíminn fyrir smoothie, hvort sem það er í morgunmat, hádegismat, millimál, eftirrétt eða jafnvel stundum í kvöldmat. Smoothie sem er vel samsettur gefur nefnilega helling af orku og næringu. Smoothie er í raun leynivopnið mitt til að koma næringu í börnin þegar þau eru lystarlaus t.d. þegar þau eru lasin. Það kemur líka alveg fyrir að þessi elstu séu á hraðferð á morgnana og stundum hafa þau litla lyst snemma á morgnana og þá er þessi tilvalinn til að skella í sig, þau taka líka stundum svona með sér í nesti í skólann. Þessi hér er ótrúlega ferskur og…
Pizzu vöfflur
Skemmtileg tilbreyting við hefðbunda pizzu sem á heima á afmælisborðinu, í nestisboxinu ásamt ávöxtum og grænmeti, í lautarferðinni eða hvar sem er. Einfaldar og bragðgóðar sem hægt er að grípa með sér, ljúffengar bæði heitar og kaldar. Það er hægt að leika sér með fyllinguna að vild t.d. gott að setja eldaðan kjúkling sem gerir þetta næringar- og matarmeira, grænmeti, ferskan mozzarellaost og ferska tómata eða hvað sem ykkur dettur í hug, en þessi útgáfa er einföld og eitthvað sem fellur í kramið hjá flestum. Pizzudeig Pizzusósa Rifinn ostur Skinka Pepperóní Ég notaði tilbúið deig í rúllu, flatti það aðeins þynnra út en það kemur og svo skar ég út hæfilega stóra hringi…
Granóla með kókos, hnetum og súkkulaði
Ég hef birt þessa uppskrift áður og hún er enn í jafn miklu uppáhaldi á heimilinu og þá. Í þetta sinn notaði ég hinsvegar Sweet like Syrup frá GoodGood sem gerir granólað enn hollara og alls ekki síðra á bragðið. Sweet like Syrup er algjörlega sykurlaust en bragðið alveg á pari við gott hlynsíróp og því kemur það alveg í stað þess á pönnnukökurnar og hentar vel í stað agave síróps eða hungangs í aðrar uppskrftir. 3 bollar trölla hafrar 1/2 bolli möndlur, saxaðar 1/2 bolli pecan hnetur, saxaðar 2 msk kakó 1,5 tsk vanilluduft eða 3 tsk vanilludropar 5 msk Sweet like Syrup frá Good Good 1 msk kókosolía 4 msk chia…
Kókospönnukökur
Þessar pönnukökur eru algjörar uppáhalds og gaman að gera t.d. um helgar þegar gera á vel við sig, geggjaðar hvort sem er í morgunmat, með kaffinu eða sem millimál. Þær innihalda enga óhollustu og því er hægt að njóta þeirra með góðri samvisku, ég tala nú ekki um ef meðlætið með þeim er vel valið líka. 2 egg 1 miðlungsstór vel þroskaður banani 1/2 bolli kókosmjöl 1/2 tsk vanilluduft Kókosolía til steikingar Bananinn stappaður og öllu blandað vel saman. Panna smurð með kókosolíu og smá deig sett á pönnuna, dreift aðeins úr með skeið og steikt við miðlungshita í nokkrar mínútur á hvorri hlið þar til fallega gylltar. Borið fram með t.d. bláberjum,…
Pizzustangir
Þessar eru ótrúlega bragðgóðar og einfaldar í framkvæmd, sérstaklega ef notað er tilbúið pizzudeig, auðvitað er gott að nota heimatilbúið deig í þær, en stundum þarf bara að flýta fyrir sér og fara einföldu leiðina. Það er hægt að leika sér með innihaldið að vild en hér er skotheld útgáfa sem börnin elska. Pizzadeig (ég notaði tilbúið) Pizzusósa Rifinn ostur Skinka (mæli með 98% frá Stjörnugrís) eða pepperoní, jafnvel bæði eins og ég gerði Hitið ofninn í 230°c og fletjið degið út í ferning (ég var með pizzadeig í rúllu þannig að ég rúllaði því bara út. Pizzusósu dreift yfir degið nema á kantinn á löngu hliðunum á deginu, osti og skinku eða…
Kókoskúlur
Kókoskúlur er eitthvað sem flestum þykja góðar, svona passlega stór munnbiti, sætur og ljúfur, eða það þykir okkur hér heima allavega. Hefðbundnar uppskriftir innihalda oftast mikinn sykur svo ég ákvað að prófa mig aðeins áfram með kúlur sem innihalda engan hvítan sykur, aðeins döðlur sem sætu. Útkoman er ótrúlega góð og þær runnu ljúft niður í heimilisfólkið í gær þessar. 100 g döðlur (Meedjol eru bestar en alveg hægt að nota þurrkaðar líka) 1 1/2 dl haframjöl 1/2 dl kókosmjöl 2 msk hreint kakó 1/4 tsk vanilluduft (hrein vanillukorn, ekki vanillusykur) 1 tsk kókosolía 3 msk vatn Kókosmjöl til að velta kúlunum uppúr Ég átti ekki Medjool döðlur svo ég notaði bara þurrkaðar,…