• Nokkrar góðar ástæður fyrir því að búa barnamatinn til heima!

  Ég hef oft fengið þá spurningu í gengum tíðina hvers vegna ég sé að standa í þessu “veseni” við að búa til mestallan mat ofan í börnin mín sjálf þegar það er svo auðvelt að grípa tilbúinn mat úr hillum verslana. Svarið má finna hér 🙂 Bragð, lykt, litur og áferð Heimatilbúinn matur bragðast betur. Það er bara þannig með allan mat, ferskur matur úr gæða hráefnum bragðast betur en matur sem getur staðið á hillu í marga mánuði eða jafnvel ár án þess að skemmast. Barnamauk úr krukku eða skvísu er oftast bæði bragdaufara og miklu sætara en það sem ég geri hérna heima sjálf. Það er yfirleitt mjög þunnt og með alveg…

 • Hreinlæti og geymsla á mat

  Hreinlæti er gríðarlega mikilvægt þegar kemur að því að gefa litlum krílum að borða Allt grænmeti og ávexti þarf að þvo vel, líka það sem á að flysja! Þvo þarf öll áhöld mjög vel með sápu og skola vel. Það er mikilvægt að kæla allan mat eins hratt og hægt er eftir að hann er eldaður. Þegar matur er hitaður aftur upp fyrir barnið er mikilvægt að láta suðuna koma upp til að koma í veg fyrir bakteríumyndun. Geymið matinn ávallt í ílátum sem eru ætluð fyrir mat, helst gler ílátum. Ef þið veljið plast ílát gætið þess þá að þau séu án parabena og annara eiturefna. Hentugt er að búa til mikinn…

 • Barninu gefið að borða í fyrsta sinn

  Þegar þú byrjar að gefa barninu þínu að borða eru hér nokkur atriði sem gott er að hafa í huga: Best er að barnið sé ekki of svangt og því tilvalið að gefa því t.d. annað brjóstið eða hluta af pelagjöf áður en maturinn er kynntur. Klára svo brjósta/pelagjöf eftir að barnið hefur smakkað matinn. Gott er að þynna matinn með brjóstamjólk eða þurrmjólk til þess að barnið finni bragð sem það þekkir. Til að byrja með eru eingöngu gefnar 1-2 teskeiðar af mat einu sinni á dag í nokkra daga. Eftir það er bætt við einni teskeið til viðbótar í nokkra daga og svo er skammturinn aftur aukinn og svo koll af…

 • Fyrstu fæðutegundirnar

  Barnið er tilbúið fyrir fyrstu ábótina og þá þarf að ákveða hvaða fæðutegund á að byrja á. Hér á landi tíðkast að gefa börnum mildan graut sem fyrstu ábót, en það er líka hægt að byrja á mildu grænmetismauki. Grautur Sjálf byrjaði ég að gefa öllum börnunum mínum graut fyrst,  ég bjó til alla grauta frá grunni fyrir fyrstu börnin mín tvö, það er sáraeinfalt og tekur stutta stund og ég hvet þig til þess að prófa. En yngstu tvö börnin mín fengu hins vegar stundum tilbúna ungbarnagrauta í bland við þá heimatilbúnu og ég lagði mikið uppúr að kaupa góða lífræna grauta handa þeim. Ég mæli hiklaust með grautunum frá Woodland Wonders…

 • Hvenær eru börn tilbúin til að byrja að borða?

  Börn sem dafna vel og eru vær þurfa enga aðra næringu fram að 6 mánaða aldri en brjóstamjólk eða þurrmjólkurblöndu skv. Manneldisráði. Þurfi börn ábót þarf að gefa rétt blandaða þurrmjólkurblöndu sem viðbót við brjóstamólk eða í stað hennar. Ef barnið er hins vegar orðið eldra en 4 mánaða og þarf á ábót að halda má fara að gefa því fasta fæðu. Það er algengt að matarlyst barna aukist í kringum 4-5 mánaða aldurinn, ef barnið er enn á brjósti er hægt reyna að auka við mjólkina fyrst en dugi það ekki er hægt að byrjað að gefa barninu mat. Það er mjög misjafnt hvenær börn eru tilbúin til þess að byrja að…