• Skinkuhorn

  Þessi uppskrift hefur fylgt mér síðan ég byrjaði að búa í Danmörku fyrir að verða 20 árum og ég hef bakað hana ótal sinnum. Þessi horn eru alltaf jafn ljúffeng og slá í gegn hvar sem þau eru borin fram. Það má leika sér með fyllinguna að vild, en þetta er sú útgáfa sem er allra vinsælust á mínu heimili.   Uppskriftin gefur 40 horn og því tilvalið að setja strax í frystinn og eiga þar til að grípa í, hvort sem það er með kaffinu eða til að nesta börnin Njótið vel! Ef þú prófar þessa uppskrift þá máttu endilega deila því með mér, með því að taka mynd og deila á Instagram…

 • Einstaklega góðar kúmen brauðbollur

  Þessi uppskrift hefur fylgt mér í yfir 20 ár, eða alveg síðan ég keypti mér mína fyrstu matreiðslubók nokkrum mánuðum áður en ég flutti til Danmerkur með kærastanum mínum (eiginmanni í dag) og við byrjuðum að búa.  Ég man ennþá eftir því þegar við bökuðum þessar bollur í fyrsta sinn í litla eldhúsinu okkar í Kaupmannahöfn. Síðan þá hafa þessar bollur verið bakaðar ótal sinnum og eru í sérstöku uppáhaldi hjá okkur, börnin öll elska þær líka og finnst þær vera bestu brauðbollur í heimi. Þær eru oft á borðum í afmælisveislum hjá okkur og vekja alltaf jafn mikla lukku. Uppskriftin er upphaflega úr matreiðslubókinni „Ferskt & framandi“ sem gefin var út af…

 • Kókoskúlur í jólafötum

  Ég hef áður deilt með ykkur uppskriftinni minni af kókoskúlum sem eru ótrúlega góðar og auðvelt að gera. Núna ákvað ég að skella þeim í jólafötin og útkoman var algjört æði. 100 g döðlur (Meedjol eru bestar en alveg hægt að nota þurrkaðar líka) 1 1/2 dl haframjöl 1/2 dl kókosmjöl 2 msk hreint kakó 1/4 tsk vanilluduft (hrein vanillukorn, ekki vanillusykur) 1 tsk kókosolía 3 msk vatn Frostþurrkuð hindber, möluð nokkuð fínt í matvinnsluvél eða mortéli Best er að nota Medjool döðlur en ef þær eu ekki til er hægt að nota þurrkaðar, bara klippa þær niður í nokkra bita og leggja í bleyti í kalt vatn í 30 mínútur, hella svo…

 • Rice Krispies kökur

  Rice Krispies kökur eru klassík í barnaafmælum, amk í minni fjölskyldu, og reyndar ekkert bara í afmælum, við gerum þær líka stundum bara til að eiga um helgar. Það er svo auðvelt og fljótlegt að skella í þær og krökkunum finnst gaman að hjálpa til. Ég hef notað sömu uppskriftina árum saman og ýmist notað Rice Krispies eða Cheerios og finnst bæði mjög gott. Um daginn ákvað ég að gera tilraun og sleppa hefðbundnu sírópi og nota í staðinn Sweet Like Syrup frá GoodGood en það er sykurlaust, þó það finnist alls ekki á bragðinu. Kökurnar heppnuðust ótrúlega vel og framvegis mun ég gera þær svona. Þeir sem vilja minnka sykurinn enn meira…

 • Nestis pizzur

  Foccacia og pizza mætast í eitt í þessari uppskrift og útkoman er æðisleg! Þessi uppskrift er stór en hentar vel til að baka úr og setja í frystinn til að eiga í nestisboxið fyrir börnin. Þær bragðast vel bæði heitar og kaldar og hægt að leika sér með áleggið að vild. Pizzur 4 dl heilhveiti 5 dl hveiti 4 tsk þurrger (1 pakki) 4 dl volgt vatn (37°c) 2 msk ólívuolía 1 tsk gott sjávasalt t.d. Maldon 1 tsk sykur Pizzu sósa Rifinn ostur Skinka Pepperoni Góð ólífuolía Setjið gerið út í vatnið og látið standa nokkrar mínútur þar til froða myndast. Bætið olíu og sykri út í. Hveiti, heilhveiti og salti blandað…

 • Anans og kókosíspinnar

  Allir sem þekkja mig vita að ég hreinlega elska kókos, hann gerir einfaldlega allt betra og í bland við ananans, það gerist varla betra. Um daginn þegar sólin  lét loksins sjá sig langaði mig í einhverja frískandi og góða íspinna og skellti í þessa. Útkoman er ótrúlega góð og þeir kitla bragðlaukana á skemmtilegan hátt. 1 dós kókosmjólk (ekki fituskert) sem er búin að vera í ísskáp í amk yfir nótt 2 bollar vel þroskaður ferskur ananas  1/2 tsk vanilludropar Ég á alltaf kókosmjólk í ísskápnum því stundum vil ég eingöngu nota rjómann úr dósinni, en þegar kókosmjólkin er sett í kæli harðnar fitan í henni og skilur sig frá vökvanum. Ég geymi…

 • Morgunverðar kleinuhringir

  Kleinuhringir í morgunmat? Já afhverju ekki!….það má alveg þegar þeir eru stútfullir af orku og næringu eins og þessir. Þeir eru flottir á bröns borðið, sem millimál, eftirréttur eða í barnaafmælið. Granóla 1 1/2 bolli tröllahafrar Lúka af kókosflögum 1/8 tsk kanill 3 msk Sweet Like Syrup frá Good Good 1 msk kókosolía 1 tsk vanilludropar Frostþurrkuð jarðaber eða hindber (má sleppa) Blandið höfrum og kanil saman í skál, myljið kókosflögurnar aðeins og bætið saman við. Setjið sírópið, kókosolíuna og vanilludropana á pönnu á rúmlega miðlungshita  og hrærið þangað til að allt er bráðnað saman. Hellið þurrefnunum út á pönnuna og blandið öllu vel saman. Lækkið aðeins hitann og leyfið blöndunni að ristast…

 • Pizzu vöfflur

  Skemmtileg tilbreyting við hefðbunda pizzu sem á heima á afmælisborðinu, í nestisboxinu ásamt  ávöxtum og grænmeti, í lautarferðinni eða hvar sem er. Einfaldar og bragðgóðar sem hægt er að grípa með sér, ljúffengar bæði heitar og kaldar. Það er hægt að leika sér með fyllinguna að vild t.d. gott að setja eldaðan kjúkling sem gerir þetta næringar- og matarmeira, grænmeti, ferskan mozzarellaost og ferska tómata eða hvað sem ykkur dettur í hug, en þessi útgáfa er einföld og eitthvað sem fellur í kramið hjá flestum. Pizzudeig Pizzusósa Rifinn ostur Skinka Pepperóní Ég notaði tilbúið deig í rúllu, flatti það aðeins þynnra út en það kemur og svo skar  ég út hæfilega stóra hringi…

 • Unicorn íspinnar

  Ég kalla þessa fallegu íspinna unicorn pinna afþví litirnir í þeim minna á þemaliti einhyrninga. Þessir eru hollir og góðir til að kæla sig aðeins á sólríkum sumardögum,  sóma sér vel í barnaafmælinu, í eftirrétt hvaða dag vikunnar sem er og þá má meira segja borða í morgunmat, svo hollir eru þeir! 3 dl hreint skyr 1 msk Sweet Like Syrup frá Good Good 10 dropar Vanillu stevia frá Good Good (má sleppa) 1/4 tsk vanilludropar 2 msk sykurlaus jarðaberjasulta frá Good Good 2 msk sykurlaus bláberjasulta frá Good Good 2 msk sykurlaus aprikósusulta frá Good Good Spirulina duft á hnífsoddi Hrærið vel saman skyri, sírópi, stevíu og vanilludropum og skiptið blöndunni jafnt…

 • Súkkulaði og berja pizza

  Þegar þetta þrennt uppáhalds, súkkulaði, ber og pizza mætist í einu þá er veisla! Fáránlega fljótlegt, einfalt og gómsætt. Það eina sem þarf í þetta er: Kanilsnúðadeig í rúllu (má auðvitað nota heimatilbúið) Súkkulaðismjör, ég mæli með Choco Hazel frá GoodGood Ber að eigin vali Kanilsnúðadeginu rúllað út, skellt á bökunarplötu og inn í 185°c heitan ofn í 5-7 mínútur eða þar til það er farið að taka á sig pínu gylltan lit. Á meðan eru berin þvegin og skorin niður. Súkkulaðismjörinu dreift yfir þegar degið kemur út úr ofninum, á meðan það er enn heitt. Berjunum stráð yfir og borið fram. Njótið! Tilvalið sem fljótlegur eftirréttur, í saumaklúbbinn, barnaafmælið eða bara jafnvel…