• Sætar kartöflur

      Sætar kartöflur eru frábærar sem fyrsta fæða barnsins, þær eru næringarmiklar og sæta bragðið sem einkennir þær gerir það auðvelt að kynna þær fyrir barninu þó það sé jafnvel eingöngu 4-5 mánaða gamalt. Það vefst fyrir sumum hvar og hvernig á að byrja svo hér fylgir er ótrúlega einföld uppskrift sem gott er að byrja á. Mér finnst auðveldast að gufusjóða þær en það er líka hægt að baka þær heilar í ofni þar til gaffall rennur í gegn þegar stungið er í (uþb. 1-1,5 klst.) og skafa svo innan úr hýðinu og mauka. 2 litlar sætar kartöflur eða 1 stór Sætu kartöflurnar þvegnar, afhýddar og skornar í teninga, settar í gufusuðusigti…

  • Epla og sveskjumauk

    15 sveskjur, steinlausar 1-1 1/2 epli, fer eftir stærð, ég reyni að alltaf að nota lífræn Sveskjurnar eru lagðar í bleyti í 2-3 tíma og svo soðnar í 10-15 mínútur eða þar til þær eru mjúkar. Eplið er þvegið afhýtt og skorið í teninga, gufusoðið í nokkrar mínútur eða þar til það er mjúkt. Sveskjur og epli maukað saman með töfrasprota eða sett í blandara/matvinnsluvél. Geymist í vel lokuðu íláti í ísskáp í 2-3 daga, í frysti í 2 mánuði. Maukið getur virkað vel á harðlífi hjá börnum.

  • Kúrbíts og kartöflumauk

    2 kúrbítar 2 kartöflur 1 tsk fita í hvern skammt sem barninu er gefinn Þvoið og afhýðið kartöfluna, skerið í teninga og gufusjóðið í 10 mínútur. Þvoið kúrbítinn vel en ekki afhýða hann því stór hluti næringarefnanna er að finna í hýðinu, skerið í litla bita og bætið út í kartöflurnar. Látið gufusjóða áfram í 7 mínútur. Maukað í matvinnsluvél, blandara eða með töfrasprota. Munið að bæta 1 tsk af fitu út í hvern skammt sem barninu er gefinn. Geymist í ískáp í 2-3 daga, en 2 mánuði í frysti.

  • Hafragrautur

    Hreinir hafrar innihalda ekki glúten en flest haframjöl á markaðnum innheldur það að einhverju leyti vegna þess að því er pakkað á sama stað og aðrar mjöl/korntegundir sem innihalda glúten. Ég kaupi alltaf lífrænt ræktað haframjöl og mæli eindregið með því. Þar til nýlega hefur alltaf verið mælt með að börn fái ekki glúten fyrr en eftir 6 mánaða aldur en nú hefur þessum ráðleggingum verið breytt enda virðist ekkert benda til þess að neysla glútens frá 4 mánaða aldri auki líkur á óþoli/ofnæmi. Það er þó rétt að fara hóflega í glútenið fyrst eftir að börn byrja að borða og gefa þeim fjölbreytta grauta sem bæði innihalda glúten og eru án. Hafragrautur…

  • Hirsigrautur

    Hirsi er útbreidd korntegurnd sem er ræktuð í Afríku, Norður Ameríku og Evrópu. Það er ein elsta korntegund í heiminum og var mikilvæg undirstöðunæring í fleiri hundruð ára í Evrópu. Hirsi er mjög ríkt af kísil, magnesíum, kalíum og fosfóri, inniheldur einnig járn og flúor. 1/2 dl hirsiflögur 1 1/2 dl vatn tæpur dl mjólk (móðurmjólk, þurrmjólkurblanda eða stoðmjólk ef barnið orðið eldra en 6 mánaða) 1 tsk fita Hirisiflögur, vatn sett í lítinn pott og suðan látin koma upp á meðan hrært er í grautnum. Mjólkinni bætt útí og látið malla í nokkrar mínútur þar til þykknar. Þynnt með meiri mjólk ef þurfa þykir og fitunni bætt útí. Ef barnið er að…

  • Bókhveitigrautur

    Bókhveiti er í raun fræ en ekki korntegund og er skylt súrum og rabbabara. Það hefur verið vinsælt til neyslu í Asíulöndum í hundruðir ára en neysla á vesturlöndum fer sífellt vaxandi. Bókhveiti er mjög næringar- og trefjaríkt, ég kynntist því fyrst í Danmörku fyrir 12 árum og hef notað það mikið síðan bæði í grauta og bakstur. 1/2 dl bókhveiti flögur 1 1/2 dl kalt vatn 1 tsk fita Tæpur dl af mjólk (brjóstamjóllk, þurrmjólkurblanda eða stoðmjólk ef barnið er orðið 6 mánaða) Bókhveit flögur, vatn og mjólk sett í lítinn pott, suðan látin koma upp á meðan hrært er í grautnum. Látið malla smá stund þar til þykknar. Þynnt með meiri…

  • Maísgrautur – fyrsti grauturinn

    Maísgrautur er mildur og mjúkur grautur sem hentar vel sem fyrsta smakk fyrir börn sem eru að byrja að smakka fasta fæðu. Þessi uppskrift er lítil og grauturinn verður mjög þunnur sem hentar vel í byrjun. 1 msk maísmjöl 4 msk kalt vatn 4 msk brjóstamjólk eða þurrmjólkurblanda 1 tsk fita Hrærið saman maísmjöli og vatni í litlum potti og látið suðuna koma upp á meðan hrært er í. Látið malla við lágan hita í 2-3 mínútur. Takið pottinn af hitanum og bætið við mjólk til að þynna grautinn ef þarf og bætið fitunni út. Þynnið með meiri mjólk ef þurfa þykir.

  • Hrísmjölsgrautur – fyrsti grauturinn

    Hrísmjölsgrautur hefur mjög milt bragð og mjúka áferð og hentar því vel sem fyrsta smakk fyrir börn. Þessi uppskrift er lítil og grauturinn verður mjög þunnur sem hentar vel í byrjun. 1 msk hrísmjöl 4 msk kalt vat 4 msk brjóstamjólk eða þurrmjólkurblanda 1 tsk fita Hrærið saman hrísmjöli og vatni í litlum potti og látið suðuna koma upp á meðan hrært er í. Látið malla við lágan hita í 2-3 mínútur. Takið pottinn af hitanum og bætið við mjólk til að þynna grautinn ef þarf og bætið fitunni út. Þynnið með meiri mjólk ef þurfa þykir. Athugið! hrísmjölsgrautur er stemmandi og því er mikilvægt að kynna nýja fæðutegund eftir örfáa daga. Það má…