• Hindberja og bláberjamauk

  Ferskt og frískandi sem gott er að drekka úr skvísu og eiga sem teninga í frysti til að setja útí grauta eða jafnvel AB mjólk sé barnið farið að borða slíkt. 4 epli 3/4 bolli hindber 3/4 bolli bláber Eplin þvegin, afhýdd og skorin í litla bita, sett í gufusuðusigti og látin sjóða í 10 mínútur, þá er hindberjum og bláberjum bætt úti í og látið gufusjóða í nokkrar mínútur í viðbót eða þar til allt er mjúkt. Maukað saman með töfrasprota eða stappað saman með gaffli fyrir grófari áferð. Geymist í 3-4 daga í ísskáp í vel lokuðu íláti og 3 mánuði í frysti

 • Grasker með sætum kartöflum og mangó

  Grasker eða Butternut Squash er dásamlega gott á bragðið og tilvalið að nota í barnamat. Þetta mauk er mjög gott og vel hægt að nota þetta sem meðlæti fyrir alla fjölskylduna með mat, en er þá haft í þykkara lagi, meira eins og kartöflumús. 1 Butternut Squash grasker 2 litlar sætar kartöflur eða 1 stór 1 vel þroskað mangó 1-11/2 bolli kókosmjólk Graskerið er skorið í tvennt endilangt, skafa þarf steinana í burtu ásamt kjarnanum með skeið. Graskerið er sett í eldfast mót með sárið upp og bakað á 175°C í 35-45 mínútur, eða þar til auðvelt er að stinga gaffli í það. Þegar graskerið er fullbakað er það tekið úr ofninum og…

 • Epla og jarðaberja mauk

  Frískandi og gott mauk sem tilvalið er að setja útí grautinn, blanda við stappaðan banana eða bara eitt og sér. 4 epli 1 bolli jarðaber, vel kúfaður 1/2 tsk hreint vanilluduft 1 msk chia fræ (má sleppa) Eplin þvegin, afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í litla bita. Sett í gufusuðusigti og soðin í 10 mínútur. Jarðaberin þvegin vel og skorin í bita, bætt útí eplin eftir 10 mínútur og látið gufusjóða í nokkrar mínútur í viðbót, eða þar til þau eru vel mjúk. Eplin, jarðaberin, vanilluduftið og chiafræin maukuð saman með töfrasprota eða í blandara, eða stappað saman með gaffli til að fá grófari áferð fyrir börn sem ráða við það. Geymist í ísskáp…

 • Eplamauk með kókosmjólk

  Þetta mauk er í sérlegu uppáhaldi hjá Emil mínum, hann alveg hreint elskar þetta og við reynum að eiga þetta alltaf til í frystinum bæði í teningum og skvísum til að grípa með þegar við förum eitthvað. 6 epli 1/2 bolli kókosmjólk (án allra aukaefna og ekki fituskert) 1/4 tsk kanill Eplin þvegin, afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í litla bita, sett í lítinn pott ásamt kókosmjólinni og soðið í um 10 mínútur, eða þar til eplin eru alveg mjúk. Maukað saman með töfrasprota eða í blandara ásamt kanil. Stundum bæti ég út í þetta 1-2 tsk af chia fræjum. Það er tilvalið að setja þetta mauk í fjölnota skvísur og eiga í frysti…

 • Kartöflumús með blómkáli og mangó

  3 kartöflur 1/3 blómkálshöfuð 1/2 vel þroskað mangó. Kartöflur þvegnar vel, afhýddar og skornar í teninga, blómkálið þvegið vel, rifið í lítil búnt og sett í gufusuðusigti ásamt kartöflunum. Gufusoðið í 15 mínútur eða þar til mjúkt. Mangóið er skorið í bita og maukað saman við kartöflurnar og blómkálið. Þynnt með soðvatni ef þarf og eftir smekk. Það er líka hægt að nota frosið mangó, en þá þarf að setja bitana í gufusuðusigtið rétt síðustu mínúturnar. Mundu að það er mikilvægt að venja barnið þitt á að borða mauk með mismuandi áferð þegar það er komið vel á veg með að borða. Börn þurfa að venjast þykkari og meira kekkjóttri áferð bæði til…

 • Epla og sveskjumauk

  15 sveskjur, steinlausar 1-1 1/2 epli, fer eftir stærð, ég reyni að alltaf að nota lífræn Sveskjurnar eru lagðar í bleyti í 2-3 tíma og svo soðnar í 10-15 mínútur eða þar til þær eru mjúkar. Eplið er þvegið afhýtt og skorið í teninga, gufusoðið í nokkrar mínútur eða þar til það er mjúkt. Sveskjur og epli maukað saman með töfrasprota eða sett í blandara/matvinnsluvél. Geymist í vel lokuðu íláti í ísskáp í 2-3 daga, í frysti í 2 mánuði. Maukið getur virkað vel á harðlífi hjá börnum.

 • Bláberja og bananamauk

  Ótrúlega einfalt og bragðgott mauk sem tekur enga stund að búa til. 1 vel þroskaður banani Lítil lúka bláber Mauka bláber og banana saman með töfrasprota, þá verður það svona loftkennt og létt eins og á myndunum en einnig hægt að stappa saman með gaffli ef barnið ræður við grófari áferð.  Það er mikilvægt að æfa börn í að borða mauk með mismunandi áferð til að örva skynfærin og koma í veg fyrir matvendni. Ég notaði frosin bláber og ég skelli frosnum berjum alltaf í sjóðandi vatn í mínútu áður en ég nota þau í mat fyrir lítil börn.

 • Kúrbíts og kartöflumauk

  2 kúrbítar 2 kartöflur 1 tsk fita í hvern skammt sem barninu er gefinn Þvoið og afhýðið kartöfluna, skerið í teninga og gufusjóðið í 10 mínútur. Þvoið kúrbítinn vel en ekki afhýða hann því stór hluti næringarefnanna er að finna í hýðinu, skerið í litla bita og bætið út í kartöflurnar. Látið gufusjóða áfram í 7 mínútur. Maukað í matvinnsluvél, blandara eða með töfrasprota. Munið að bæta 1 tsk af fitu út í hvern skammt sem barninu er gefinn. Geymist í ískáp í 2-3 daga, en 2 mánuði í frysti.

 • Hafragrautur

  Hreinir hafrar innihalda ekki glúten en flest haframjöl á markaðnum innheldur það að einhverju leyti vegna þess að því er pakkað á sama stað og aðrar mjöl/korntegundir sem innihalda glúten. Ég kaupi alltaf lífrænt ræktað haframjöl og mæli eindregið með því. Þar til nýlega hefur alltaf verið mælt með að börn fái ekki glúten fyrr en eftir 6 mánaða aldur en nú hefur þessum ráðleggingum verið breytt enda virðist ekkert benda til þess að neysla glútens frá 4 mánaða aldri auki líkur á óþoli/ofnæmi. Það er þó rétt að fara hóflega í glútenið fyrst eftir að börn byrja að borða og gefa þeim fjölbreytta grauta sem bæði innihalda glúten og eru án. Hafragrautur…

 • Hirsigrautur

  Hirsi er útbreidd korntegurnd sem er ræktuð í Afríku, Norður Ameríku og Evrópu. Það er ein elsta korntegund í heiminum og var mikilvæg undirstöðunæring í fleiri hundruð ára í Evrópu. Hirsi er mjög ríkt af kísil, magnesíum, kalíum og fosfóri, inniheldur einnig járn og flúor. 1/2 dl hirsiflögur 1 1/2 dl vatn tæpur dl mjólk (móðurmjólk, þurrmjólkurblanda eða stoðmjólk ef barnið orðið eldra en 6 mánaða) 1 tsk fita Hirisiflögur, vatn sett í lítinn pott og suðan látin koma upp á meðan hrært er í grautnum. Mjólkinni bætt útí og látið malla í nokkrar mínútur þar til þykknar. Þynnt með meiri mjólk ef þurfa þykir og fitunni bætt útí. Ef barnið er að…