• Unicorn íspinnar

  Ég kalla þessa fallegu íspinna unicorn pinna afþví litirnir í þeim minna á þemaliti einhyrninga. Þessir eru hollir og góðir til að kæla sig aðeins á sólríkum sumardögum,  sóma sér vel í barnaafmælinu, í eftirrétt hvaða dag vikunnar sem er og þá má meira segja borða í morgunmat, svo hollir eru þeir! 3 dl hreint skyr 1 msk Sweet Like Syrup frá Good Good 10 dropar Vanillu stevia frá Good Good (má sleppa) 1/4 tsk vanilludropar 2 msk sykurlaus jarðaberjasulta frá Good Good 2 msk sykurlaus bláberjasulta frá Good Good 2 msk sykurlaus aprikósusulta frá Good Good Spirulina duft á hnífsoddi Hrærið vel saman skyri, sírópi, stevíu og vanilludropum og skiptið blöndunni jafnt…

 • Morgunverðar “parfait”

  Ég er mikill aðdáandi “parfait” en það þýðir í raun fullkomnun og er upphaflega ættað frá Frakklandi eins og nafnið gefur til kynna, hjá þeim er þetta eftirréttur, einskonar búðingur. Ameríska útgáfan af parfait er líka eftirréttur en inniheldur t.d. hnetur, granóla, þeyttan rjóma osfrv. í lögum, borið fram í háu glasi. Ameríska útgáfan heillaði mig fyrir þónokkrum árum en þó aðallega útlitið og hef ég leikið mér með fjölmargar hollari útgáfur af parfait síðan þá. Hér má finna eina þeirra, sem er holl og tiilvalin í morgunmat. Hér mætast frískandi AB mjólkin, keimur af kókos, gómsætt granóla, súkkulaði og jarðaber. Sannkölluð fullkomnun! Hrein AB mjólk Sweet drops of Stevia með kókos frá…

 • Granóla með kókos, hnetum og súkkulaði

  Ég hef birt þessa uppskrift áður og hún er enn í jafn miklu uppáhaldi á heimilinu og þá. Í þetta sinn notaði ég hinsvegar Sweet like Syrup frá GoodGood sem gerir granólað enn hollara og alls ekki síðra á bragðið. Sweet like Syrup er algjörlega sykurlaust en bragðið alveg á pari við gott hlynsíróp og því kemur það alveg í stað þess á pönnnukökurnar og hentar vel í stað agave síróps eða hungangs í aðrar uppskrftir. 3 bollar trölla hafrar 1/2 bolli möndlur, saxaðar 1/2 bolli pecan hnetur, saxaðar 2 msk kakó 1,5 tsk vanilluduft eða 3 tsk vanilludropar 5 msk Sweet like Syrup frá Good Good 1 msk kókosolía 4 msk chia…

 • Kókospönnukökur

  Þessar pönnukökur eru algjörar uppáhalds og gaman að gera t.d. um helgar þegar gera á vel við sig, geggjaðar hvort sem er í morgunmat, með kaffinu eða sem millimál. Þær innihalda enga óhollustu og því er hægt að njóta þeirra með góðri samvisku, ég tala nú ekki um ef meðlætið með þeim er vel valið líka. 2 egg 1 miðlungsstór vel þroskaður banani 1/2 bolli kókosmjöl 1/2 tsk vanilluduft Kókosolía til steikingar Bananinn stappaður og öllu blandað vel saman. Panna smurð með kókosolíu og smá deig sett á pönnuna, dreift aðeins úr með skeið og steikt við miðlungshita í nokkrar mínútur á hvorri hlið þar til fallega gylltar. Borið fram með t.d. bláberjum,…

 • Pizzustangir

  Þessar eru ótrúlega bragðgóðar og einfaldar í framkvæmd, sérstaklega ef notað er tilbúið pizzudeig, auðvitað er gott að nota heimatilbúið deig í þær, en stundum þarf bara að flýta fyrir sér og fara einföldu leiðina. Það er hægt að leika sér með innihaldið að vild en hér er skotheld útgáfa sem börnin elska. Pizzadeig (ég notaði tilbúið) Pizzusósa Rifinn ostur Skinka (mæli með 98% frá Stjörnugrís) eða pepperoní, jafnvel bæði eins og ég gerði Hitið ofninn í 230°c og fletjið degið út í ferning (ég var með pizzadeig í rúllu þannig að ég rúllaði því bara út. Pizzusósu dreift yfir degið nema á kantinn á löngu hliðunum á deginu, osti og skinku eða…

 • Kókoskúlur

  Kókoskúlur er eitthvað sem flestum þykja góðar, svona passlega stór munnbiti, sætur og ljúfur, eða það þykir okkur hér heima allavega. Hefðbundnar uppskriftir innihalda oftast mikinn sykur svo ég ákvað að prófa mig aðeins áfram með kúlur sem innihalda engan hvítan sykur, aðeins döðlur sem sætu. Útkoman er ótrúlega góð og þær runnu ljúft niður í heimilisfólkið í gær þessar. 100 g döðlur (Meedjol eru bestar en alveg hægt að nota þurrkaðar líka) 1 1/2 dl haframjöl 1/2 dl kókosmjöl 2 msk hreint kakó 1/4 tsk vanilluduft (hrein vanillukorn, ekki vanillusykur) 1 tsk kókosolía 3 msk vatn Kókosmjöl til að velta kúlunum uppúr Ég átti ekki Medjool döðlur svo ég notaði bara þurrkaðar,…

 • Kjötbollur

  Þegar ég var yngri og heyrði orðið kjötbollur, voru kjötfarsbollur alltaf það fyrsta sem mér datt í hug, enda þekkti ég ekki aðrar en slíkar, ýmist steiktar á pönnu eða soðnar með hvítkáli, þótti þær góðar þá en hef aldrei eldað slíkar sjálf og borða ekki í dag. Þegar ég fluttist til Danmerkur kynntist ég nefnilega alvöru kjötbollum eða “frikadeller” og höldum við mikið upp á slíkar á okkar heimili. Þessi uppskrift hefur fylgt mér frá því við bjuggum í Danmörku, er ljúffeng og ótrúelga einföld, því bollurnar eru bakaðar í ofni, ekkert snúa vesen á pönnu eða slíkt. 500 g nautahakk (endilega nota alveg hreint hakk) 1/2-1 laukur, fer eftir stærð (ég…

 • Sætkartöflu vöfflur

  Þessar vöfflur eru dásamlegar á bragðið og fullkomnar fyrir lilta munna, þær eru passlega mjúkar að innan og örlítið stökkar að utan. Fullar af góðu hráefni, góðar á bragðið, góðar fyrir börn á öllum aldri og fullorðna. 1 bolli hveiti 1/2 bolli heilhveiti 1 bolli hafrarmjöl (sett í blandara/matvinnsluvél og gert fínna) 3 tsk lyftiduft 1 1/4 tsk kanill (ceylon kanill) 1/8 tsk sjávarsalt 2 egg 1 bolli kókosmjólk 1/2 bolli AB mjólk 40 g smjör, brætt 1/2 bolli sæt kartöflu mauk (sætar kartöflur gufusoðnar og maukaðar með smá soðvatni) 3 tsk Sukrin Gold Byrjað er á að búa til sætkartöflumauk sé það ekki þegar til í ísskápnum, en það er gert með…

 • Sykurlaus hindberjasulta

  Ótrúlega einföld og ljúffeng hindberjasulta sem inniheldur engan hvítan sykur, hana má í raun nota með hverju sem er, vöfflunum, pönnukökunum, ristaða brauðinu, ostunum og kexinu, hrökkbrauðinu, út á hafragrautinn eða chia grautinn, í barnasæluna eða bara hvað sem ykkur dettur í hug. Það er í raun hægt að nota hvaða ber sem er en þar sem hindber eru sérstöku uppáhaldi hjá mínu fólki verða þau alltaf fyrir valinu. 300g frosin hindber 130g döðlur, klipptar í litla bita 1/2 dl vatn Öllu skellt í lítinn pott og látið sjóða í 20 mínútur, töfrasprotinn settur aðeins ofaní í lokin og allt maukað vel. Sett í sterílar heitar sultukrukkur, lokað og strax í ísskápinn. En…

 • Banana lummur – barna og fullorðins

  Ótrúlega einfaldar, gómsætar og bráð hollar fyrir alla munna heimilisins, tilvaldar í nestisboxið, sem millimál eða þegar komið er heim úr skóla/leikskóla í staðinn fyrir brauðið sem svo oft er leitað í. 1 egg 1 vel þroskaður banani 1 dl haframjöl (ca 30g) Kanill, ég nota alltaf Ceylon kanil og mæli indregið með honum Bananinn er stappaður vel, hrært saman við eggið og haframjölið og svo er sett “dash” af kanil, algjört smekksatriði hversu mikið. Steikt á smurðri pönnu (kókosolía, smjör) við meðalhita þar til lumman er föst í sér og svo snúið við og steikt á hinni hliðinni í smá stund. Passlegt að gera t.d. 3 litlar lummur í einu á lítilli…