Bláberja og bananamauk
Ótrúlega einfalt og bragðgott mauk sem tekur enga stund að búa til.
1 vel þroskaður banani
Lítil lúka bláber
Mauka bláber og banana saman með töfrasprota, þá verður það svona loftkennt og létt eins og á myndunum en einnig hægt að stappa saman með gaffli ef barnið ræður við grófari áferð. Það er mikilvægt að æfa börn í að borða mauk með mismunandi áferð til að örva skynfærin og koma í veg fyrir matvendni.
Ég notaði frosin bláber og ég skelli frosnum berjum alltaf í sjóðandi vatn í mínútu áður en ég nota þau í mat fyrir lítil börn.

