Bananabrauð
Hún Júlíana á Mamie.is snappinu deildi í sumar uppskrift af ótrúlega einföldu, bráðhollu og góðu bananabrauði sem ég alveg féll fyrir og ég fékk leyfi hjá henni til að deila uppskriftinni með ykkur hér.
1 1/2 bolli hafrar
1/4 tsk salt (ég nota alltaf Maldon eða Himalaya)
1 tsk matarsódi (ég nota ál frían frá Kaja Organic)
1/2 tsk vanilludropar (ég nota hreint vanillu duft í staðinn, 1/4 tsk)
1 dós kókosjógúrt frá BioBú (ég á það sjaldnast til og nota í staðinn 170g af Ab mjólk)
1/4 bolli ólífuolía
2 egg
2 vel þroskaðir og stappaðir bananar
Öllu blandað saman og sett í vel smurt form, reyndar enn betra að klæða það með bökunarpappír því þá er svo auðvelt að taka það uppúr, en það verður reynar ekki eins fallegt í laginu. Fallegt að strá örlitlu haframjöli yfir og svo er þetta bakað á blæstri við 170°c í ca 50-60 mínútur.
Best volgt með miklu smjöri, en ef það verður einhver afangur sneiði ég restina niður og frysti, tek svo út eina og eina sneið. Skutla augnablik í brauðristina þegar hún hefur þiðnað og gef litla molanum mínum.
Þar sem þetta bananabrauð inniheldur enga óhollustu má vel gefa skólabörnum það í nesti og jafnvel með osti líka.

